- Project Runeberg -  Makt myrkranna /
45

(1901) [MARC] Author: Bram Stoker Translator: Valdimar Ásmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - I. Höllin í Karpatafjöllum - 1. Dagbók Tómasar Harkers

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

45

Mér var alt af í fersku minni stulkan, sem
eg fann í bókaherberginn. Það getur vel verið
satt, sem greifinn sagði um hana,–en mér
fanst eitthvað vera veilt í því sem hann sagði.
Eg gæti trúað því að það væri ekki alt með
feldu. En við lögfræðingar erum tortrygnir;
það er fylgja okkar.

Eg hefði þó gaman af að sjá hana einu sinni
aftur, helzt í albjörtu.

8. maí, aflíðandi miðnætti. Margt
hefir komið fyrir mig síðan, og sumt fremur
grunsamlegt. — Eg vaknaði ekki fyrr en langt var
liðið á dag. Eg gekk yfir í borðstofuna.
Maturinn var á borðinu, en allar hurðir læstar eis
og vant var. Þar lágu líka útlend blöð og
bréf frá Vilmu minni, sem höfðu komið með
póstinum. Það var bezta kryddið, sem á
borðinu var.

Eg var orðinn banhungraður, og sat því
lengi að snæðingi, enda gat eg ekki að mér
gert að líta í blöðin. Að því búnu fór eg yfir
í bókasafnið; en greifann var hvergi að finna,
heldur en vant var. Hann var líka úti alla
daga, enda er það engin furða; hann
hefir stórbús að gæta og er þar á ofan ötull veiðimaður.
— Eg fór því að lesa blöðin og sat við þau til
sólseturs. Eg flýtti mér þá inn í
svefnherbergi mitt til að loka glugganum. Þá mundi

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 17:35:52 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/myrkranna/0051.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free