- Project Runeberg -  Makt myrkranna /
44

(1901) [MARC] Author: Bram Stoker Translator: Valdimar Ásmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - I. Höllin í Karpatafjöllum - 1. Dagbók Tómasar Harkers

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

44

verk að finna fé í jörðu þar sem haugeldur
sést. Verið getur að þar sé heldur ekkert fé;
gömlum sögnum er ekki að treysta. En gaman
væri að finna þar kistu með glóandi gulli;
guillinu, sem er það eina, sem heiminum verður
stjórnað með —. “

Það var eins og greifinn félli í eitthvert mók;
hann starði út í loftið og krafsaði með
fingrunum eins og dýr með klóm. Eg fór að halda
að hann væri ekki með öllu ráði. Víst er um
það, að hann er ekki eins og aðrir menn, og
eg verð að reyna að koma mér svo við hann,
að hann verði í góðu skapi, og sjá vel við öllu,
sem lögfræðingi ber.

Það var komið undir aftureldingu. —
Greifinn raknaði nú við, og bað afsökunar á því,
að hann hefði svo lengi haldið fyrir mér vöku.
Síðan bauð hann mér góða nótt, og gekk eg
síðan inn í svefnherbergi mitt.

Það fór sem fyrr, að mér var varnað svefns,
þegar eg var orðinn einn; mér var of mikið
boðið með því, sem fyrir mig hafði komið um
daginn, til þess að mér yrði svefnsamt. Eg
fór því að skrifa, til þess að jafna mig; geri
það til þess að festa mér alt sem bezt í minni,
og skrifa hraðskrift, til þess að húsbóndi minn
geti ekki lesið, þótt hann kynni að hnýsast
eftir því. Hraðskriftin verður hörð hnot fyrir
hann að brjóta, þó hann hafi úlfstennur.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 17:35:52 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/myrkranna/0050.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free