- Project Runeberg -  Makt myrkranna /
90

(1901) [MARC] Author: Bram Stoker Translator: Valdimar Ásmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - I. Höllin í Karpatafjöllum - 1. Dagbók Tómasar Harkers

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

90

& þvf að akyrtan og kraginn var rifinn,
háls-klúturinn horfinn og taluabandið með
já.rn-krossinum, sem eg bar til miuningar nm
veit-ingakonuna, sem eg gisti hjá, hafði þrýat sér
svo inn i hálsinn, að eg var marinn eftir? Kg
íann þar að auki til sviða i hálsinum.

Nú flaug mér i hug, að eg yrði að fara
aft-nr sömu ieið. Sú tilhugsun ætlaði alveg að
gera út af við mig. Eg fann að eg var í
gildru, og hélt eg áfram ferð minni í
hugsun-arleysi.

Þegar eg kom út úr ganginum, tók við
gluggalaus hvelfing, sem var opin á báðar
hliðar. Þegar eg kom út úr henni, tók við
kring-Jðtt herbergi með moldargólfi, og vóru þrír eða
fjórir gluggar hátt uppi. Yeggirnir vóra úr
afarstórum steinum, og þóttist eg vita, að eg
mundi nú staddnr í einhverju af neðstu
her-bergjum hallarinnar, enda heyrði eg hér bezt
fossniðinn. Út við vegginn lá gólfið niður á
við og var eins og gryfja.

Eg stóð við stundarkorn til þoss að átta mig;
gluggarnir vóru opnir, og vindurinn blés á
köngulóarvefina uppi undir loftinu, en þó
var þar fýla inni. Eg komst brátt að raun nm,
af hverju hún var.

Mér kom fyrst til hugar, að eg mundi vera
i matvælakjallara; mér sýndist eg sjá iirúgur
af jarðarávöxtum með fram veggjunnm, og datt

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 17:35:52 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/myrkranna/0096.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free