- Project Runeberg -  Makt myrkranna /
101

(1901) [MARC] Author: Bram Stoker Translator: Valdimar Ásmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - I. Höllin í Karpatafjöllum - 1. Dagbók Tómasar Harkers

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

101

borð. Mér skjátlar víst ekki, þó eg fullyrói
það, að henni brá svo við, þegar hún sá mig,
sem hún yrði bæði hrædd og hissa; hún skildi
auðsjáaniega ekkert í því, hvernig eg gæti
verið þangað kominn. Hún hlaut að hafa verið
rétt áður inni í svefnherbergi minu og gengið
úr skugga um, að eg var þar ekki inni.
Hún horfði á mig með óttasvip og siðan á
dyrnar, sem eg hafði gengið inn um, og svo á
dyr greifans. Pegar hún hafði borið alt á borð,
bauð hún mér að setjast niður, og lét eg ekki
segja mér það tvisvar.

Eg tók hressilega til snæðings og heiti fuit
vinglasið mitt og tæmdi það í einum teig. En
i sama bili varð mér svo hverft við, að eg
misti glasið úr hendi mér á gólfið, svo að það
brotnaði.

Eg heyrði að lyklinum að herbergi greifans
var snúið að innanverðu — einhver Iæsti
hurð-inni.

Þetta atvik hefði verið einskisvert, ef
öðru-visi hefði staðið á; en i þessu húsi finst mér
mikið til nm alt.

Eg hefi aldrei orðið annars var, en að þessi
hurð hafi stöðugt verið læst að innanverðu
siðan eg kom hiugað.

En hurðin hafði nú verið ólæst, og var það
stök hepni fyrir mig — nú var hún aftur læst,
og það hlaut að koma af því:

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 17:35:52 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/myrkranna/0107.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free