- Project Runeberg -  Makt myrkranna /
158

(1901) [MARC] Author: Bram Stoker Translator: Valdimar Ásmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - I. Höllin í Karpatafjöllum - 1. Dagbók Tómasar Harkers

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

168

órólegur, sto að eg gat ekki setið kyrr eitt
augnablik, heldur gekk eg i ákafa um gólf og
var sem á nálum.

„Kemur hann, eða kemur hann ekki",
hugs-aði eg með sjálfum mér.

Klukkan varð átta, niu, tin — ekkert
heyrðist.

Eg var síðast kominn á ðugstig að fara ofan
i kjallara og vitja karlsins, en þá var alt i
einu lokið upp dyrunum og greitinn kom inn.
Hann var óvenju fjörugur að sjá, og eins og
hann hefði yngst upp.

„Hér er eg kominn, vinur", sagði hann
glað-lega. „Eg vona að yður hafi ekki leiðst i dag.
Eg hefi sjálfur verið önnum kafiun, og er nú
orðinn þreyttur og þarfnast hvildar, en eg
ætl-aði fyrst að finna yður og vita, hvernig yður
liði, og hvort þér væruð langt kominn með
verkið. Nei — þér eruð búinn. Eg þakka
yður kærlega fyrir. Ef þér gætuð gert mér
þann greiða á morgun, að skrásetja alt scm er
í skápnum þarna", sagði hann, „þá þætti mér
mjög vænt um". Hann benti mér á miðhólfin í
skápnum, og vóru þar geymd alls konar áhöld,
Bem sýndust vera til þess að gera
eðlisfræði-legar tilraunir. Kvaðst hann sjálfur ekki geta
gert það vegna annara anna.

Eg horfði á haun agndofa og svaraði honum
ekki. Mér sýndist hann nú svo óvenjulega

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 17:35:52 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/myrkranna/0164.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free