- Project Runeberg -  Makt myrkranna /
161

(1901) [MARC] Author: Bram Stoker Translator: Valdimar Ásmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - I. Höllin í Karpatafjöllum - 1. Dagbók Tómasar Harkers

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

161

að fara líka — og því þi ekki í dag eða á
morgnn, ef hann þyrfti ekki lengur á mér að
halda ?

„Nei, það er ekki unt, vinur", sagði hann ;
„ökumaður minn og hestarnir minir eru ekki
heima sem stendnr".

„Gerir ekkert til; eg get farið fðtgangandi,
en farangur minn má senda á eftir".

„Fótgangandi, vinur ? Liggur yður svo mikið
á?" Hann starði á mig með háðbrosi, svo að
hrollur fór um mig allan. „Þér þekklð ekki
Karpatafjöllin. Þó eg leyfði gesti mínnm að
fara fótgangandi frá mér, þá yrði sú gönguför
yðar síðasta för. Úlfarnir hérna í skóginum" —
hann gekk út að gluggannm og lauk honum
upp. „Heyrið til", sagði hann.

Þá heyrði eg úlfaþyt úti i skóginum.

„Það er ekki við lömb að leika sér. Yður
er betra að bíða hér heima".

Hinn 23. júní. Tatararnir komu aftur i
gær og tóku til starfa. Þeir munu þó langt
komnir með verk sitt, þvi flestir kassarnir eru
fullir og lokin negld á þá. Greiflnn hefir að
eins litið inn til min; hann virðist vera eins
og á nálum, og hann er orðinn breyttur í
út-liti; mér missýnist ekki, þó mér sýnist hann
vera nokkurum árum yngri en þegar eg

10 b

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 17:35:52 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/myrkranna/0167.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free