- Project Runeberg -  Makt myrkranna /
192

(1901) [MARC] Author: Bram Stoker Translator: Valdimar Ásmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - II - 11. Heimkoman - 12. Læknirinn og Barrington

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

192

í annað skifti, að Tómas hefði haft á sér
eitt-hvað smávegis og einskisvirði, þegar hann var
fluttur tii klaustursins.

Vilma varð því mjög forvitin, þegar hfin fór
að skoða böggnlinn. í honum var ekki annað
en tainaband með messingarkrossi og dagbók
Tómasar með hraðritun, sem stendnr i fyrra
hluta þessar sögu. Hún ias á fremsta blaðinu
nafn sitt.

Þegar Tómas var sofnaðnr um kveldið, fór
Vilma að Iesa í dagbókinni, og hún varð bæði
hrædd og forviða þegar hún las hana. Það
sló jafnmiklum óhng á hana, af því að lesa
hana fyrir það, þó hún héldi að það væri ekki
annað en hugarburður, sem þar var skrifað.

Henni fór að detta í hug, að Draculitz greifi
og Székély barón mundi vera sami maður.

Tómas var lasinn næstn daga; hann gat
reyndar gegnt störfum sínum, en var mjög
ut-an við sig. Á nóttunni talaði hann upp úr
svefninum, og mátti þá heyra á orðum hans,
að hann dreymdi um vistina hjá greifanum.

12. lcajh Lœknirinn og Barrington.

Þegar Tómasi leið verst, kom hollenzki
Iækn-irinn eins og hann væri kallaður. Vilma bað
hann innilega velkominn, og hún var ekki lengi
á sér að segja honum alt um ferð sína til
Draculitz-hallarinnar og um dagbók Tómasar.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 17:35:52 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/myrkranna/0204.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free