Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has been proofread at least once.
(diff)
(history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång.
(skillnad)
(historik)
því innan stundar kemur þjónn minn þangað
með festi saman snúna líkt og stiga,
sem á að lypta mèr áð efsta tindi
míns yndis, þegar nóttin dimm er komin.
Far heil, ver trú, þitt ómak eg mun launa;
far heil, og mundu’ að heilsa þinni húsfrú!
Fóstr.: Bless’ yður Guð á himnum! Heyrið þèr mig!
Róm.: Já, fóstra góð, er fleira enn að segja?
Fóstr.: Er þjónninn trúr? þèr hafið heyrt menn segja,
að harla fáir kunni’ um launmál þegja.
Róm.: Já, hann er trúr og stilltur eins og stálið.
Fóstr.: Það er gott. Ungfrúin mín er sú
inndælasta stúlka. Drottinn minn! Þegar hún var
ofurlítil lóa. — Og hèr í bænum er aðalsmaður, sem
heitir París, sem lízt heldur en ekki vel á hana; en
hún, blessuð veri hún, sæi heldur frosk, já, það er
víst um það, frosk, en hún sèr hann. Stundum
stríði jeg henni með því jeg segi, að París sè einn
sá fríðasti maður, en þá segi jeg yður satt, að hún
verður eins föl og nokkur svitadula. Byrjar ekki
rós og Rómeó á sama staf?
Róm.: Jú, fóstra, hvorttveggja byijar á erri. Því
spyrðu?
Fóstr.: Nú gerir hann að gamni sínu! Rr—það
er hundsnafn; það er líkt og hundur urri. Nei, jeg
veit, að það er annar stafur; og hún kann þær allra
fallegustu þulur um rós og Rómeó, svo yður fyndist
mikið um, ef þèr heyrðuð það.
Róm.: Heilsa frá mèr húsmóður þinni.
Fóstr.: Já, það skal vera, þúsund
sinnum.— Pètur!
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>