- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Annad Bindi /
336

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

330 VARNARTtlT GUÐBRANDS BISKUPS. 336

í lians stað einn lærðan mann og forstandigan, sem sagðri
bi-falníngu kannforstöðu að veita. Og skulu þessir prófastar árlega
hafa fyrir þeirra ómak hvað sem ordínanzían þar um mælir og
þeim til heldr, hvað vér viljum að alltíð hér eptir svo þar með
haldast skal. pví forbjóðum vér öllum, hverir hclzt þeir eru eðr
vera kunna, sérdeilis vorum fóvitum á íslandi, lögmönnum,
sýslumönnum þar sama staðar, og öllum öðrum, fyr nefndan
herra Guðbrand Thorláksson, eðr hans eptirkomara,
superinten-denta þar sama staðar, hér í mót, eptir því sem fyrr skrifað
stár, að hindra eðr í nokkurn máta forfang að gjöra. Undir
vort hyllest og náð. Gefið á voru sloti Skanderborg þann 20.
dag martij ár mdlxxin.

Undir vort signeth1.
friðja kóngsbréf kom svo til, að þá eg kom til stigtisins
setta eg presta til að vera prófasta og umsjónarmenn með mér,
eptir ordínanzíunni; en áðr höfðu höfuðsmenn veitt það vald
sýslumönnum. Hér var uppi alarm og allelúja, sem mann segir.
Fékk eg stórar snubbur af höfuðsmanni og lögmanni, að eg féili
inn í annarlegt embætti og cetera. — Slíkt undirréttaði eg fyrir
kónglegri majestat, og sendi hans náð þá sitt bréf híngað, að
leikmenn skyldu ekki vera prófastar, heldr skyldi eg skikka þar
til duglega presta. Hvernig eg hefi hér með gömul lögin brotið
eða þeim brjálað, það sjá nú góðir menn.

Fjórða bréf, um útsiglíngar.

Yér Friðrek annar með Guðs miskun Danmerkr, Noregs kóngr,
gjörum vitanlegt fyrir öllum, að vér höfum fengið það að vita, að
[nær eð] nokkur af vorum undirsátum á voru landi íslandi vill
fara af landinu hingað i ríkið eða annarstaðar, að frama sig eða
stúdera og menta í bóklegum listum, þá er þeim þess varnað,
utan þeir áðr bípliktige sig undir nokkrar sérlegar, ekki
létt-bærar greinir eðr lofan. |>ar fyrir, með því vér reynum það órétt
að vera, og að vorir undirsátar skuli ekki svo blýbundnir vera,
heldr mega frama sig í öðrum [löndum], þar heyra, sjá og læra
það, sem þeim má að gagni koma og voru landi íslandi til stoðar
og styrks, og að ei sé heldr þeim varnað, sem sig vilja í bóklegum

’) Lagas. ísl. I., 98.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/2/0348.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free