- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Annad Bindi /
347

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

varinarmt guðbrands biskups.

347

nema það verði með vorri skipun og samþykki; og verði það
fundið, að nokkuð sé þar frá komið án vors leyfis, sem að kirkjan
liefir ekki fengið full skil fyrir, að þið þá kirkjunnar vegna því
undir aptr komið með lögum og rétti, og fáið þar endilega dóm
uppá, svo að kirkjan missi ekki síns í i nokkurn máta af því,
sem henni með réttu til heyrir, svo framt sem þið vilið ekki
standa oss rétt þar fyrir. Gleymið þessu öngvan veginn. Gefið
út á voru sloti Friðreksborg þann xxii Aprilis. Anno mdlxxix.

Undir vort signeth1.

[Níunda bréf2. pað hlýðir uppá lögmanna dóma og úrskurði.

I>að vita velflestir góðir menn, að Páll heitinn Stígsson kom
fyi’str með það bréf, og mega þeir gefa honum skuld þar um,
ekki mér, þó það sé i móti lögunum. í lögunum stendr, að
lögmanns úrskurð skuli enginn rjúfa, nema kóngr, og þó með
heztu mönnum3; en þetta bréf skipar, að höfuðsmaðr megi það
gjöra með xxiin beztu mönnum í landinu. Og hvort það rétt
er eða ei, dæmi eg ekki; hér heyri eg öngvan í móti mæla og
Þetta gengr fram, þó hurð hrikti.

En svo bar til um árið, þá við síra Arngrímr áttum
klögu-mál við Jón Ólafsson um Hól og Bessastaði, þá dæmdu þeir
lögmenri það bréf nýtt og myndugt, sem við Arngrímr vissum
fyí’h- lifanda Guði að var eitt falsbréf’. f>að klagaði eg fyrir
höfuðsmanni, og bað hann að nefna út xxmi menn uppá þann
lögmannadóm: hann fór undan með vefjum og flýtum5, sagðist
vilja sjá það kóngsbréf, sem hann þó vel vissi af og hans

’) Lagas. ísl. I„ 107.

) frá [bætt við; handr. hefir töluna (IX) utanmáls.

) uEri ef þá (lögréttumenn og lögmann) skilr á, þá skal lögmaðr ráða
°g þeir sem honum samþykkja, nema konúngi sýnist aunat lögligra
með vitrustu manna ráði". þíngfb. IV. kap. „því at þann úrskurð,
sem lögmaðr gjörir á, má engi maðr rjúfa, ueina konúngr sjái, at lögbók
vátti í móti, eðr sjálfr konúngr sjái, at annat sé réttara, og þó með
hinna vitrustu manna ráði og samþykki". þíngf’b. IX. kap.

) Þetta hefir verið 1591. Árið 1590 var Hólsmálið borið fyrst upp, en
þá lögðu þeir Stóradals bræðr engin bréf fram og veittu engin and-

s svör; en árið eptir lögðu þeir fram falsbréfið.

) þannig hdr.; — uAð fara undan með flýtum, vana verba dare", Björn
Halldórsson.

23*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/2/0359.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free