- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Annad Bindi /
389

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

330 VARNARTtlT GUÐBRANDS BISKUPS.

389

hafa þá liðið frá því hann útvegaði fyrsta brefið og þar til hið
síðasta kom út. Ivóngsbréf þessi eru ýmislegs efnis; tvö þeirra
lúta að veraldlegum löggjafarmálum, þeim er klerkdómrinn liafði
aldrei haft með höndum, það er kóngsbréfið 20. marz 1573 um
utansiglíngar, og tilskipun 6. des. 1593 um yfirdóminn. Hin
átta lúta að þeim málum, er klerkdómrinn átti áðr um að skilja,
en leikdómrinn eigi; eru ’þau málefni öll nefnd í fornlögum
vor-um, Kristinrétti Árna biskups og hér og hvar í bréfum og
boð-um, setníngum og dómum biskupa frá þeirri tíð fram að
siða-skiptunum. En þessu var nú orðið breytt síðan siðaskiptin urðu;
nú var búið að taka sum hjúskaparmál frá biskupum og leggjaþau
í leikmanna dóm eðr tilalþíngis; en um stjórn á stólseignum og
fé skólanna, á kirkjueignum og kristfé, á jörðum presta og
tekj-um þeirra voru varla nokkur ný lög sett, og þau kóngsbréf, er
um það höfðu komið fram að þessum tíma, voru flest gjör af
einræði konúnganna og höfuðsmanna hér á landi, og því í
raun-inni ólögmæt, og um margar greinir voru alls engin ný lög til.
Yér getum skipt þessum átta bréfum í þrjá flokka, snertir hinn
fyrsti stólana og stólsgózin, presta og skóla, tekjur þeirra og
eignir, er biskup hafði umsjón vfir, og teljum vér í þessum ilokki
þau þrjú kóngsbréf, er Guðbrandr biskup útvegaði, kóngsbr. 28.
april 1571 um 100 rcl. styrk til fátækra presta og fleiri önnur
er þar að lúta; kóngsbr. 22. april 1579 um Hóla kirkju jarðir, og
kóngsbr. 8. marz 1591 um gjöld til kirkna o. s. frv. í öðrum
flokki teljum vér tvö kóngsbréf: k’óngsbr. 20. marz 1573, um
að lærðir menn einir sé skipaðir prófastar, og kóngsbr. 19. apr.
1576 um lausnir sakamanna i kristnum rétti á dómkirkjunum;
Því bæði bréf þessi lúta að kristnum rétti og kristniskipun, er
biskup var enn vfir skipaðr og átti um að skilja. En í þriðja
hokki teljum vér tvö kóngsbréf, dagsett 29. apríl 1585, er annað
um hjúskaparráð að þriðja manni og fjórða, en hitt um hórdóm
°g frændsemisspell, og enn hið þriðja kóngsbréf 2. júní 1587 um
kirkjufrið. Bæði kóngsbréfin 29. apríl 1585 heyrðu undir
lög-iéttuna eptir Stóradómi, en tóku alls eigi framar til biskupa, en
kóngsbréfið 2. júní 1587 snertir bæði Lögbök og Kristinrétt, en
hlaut nú að heyra öllu fremr undir lögréttuna, síðan Stóridómr
var háðr, og þvi tökum vér þessi þrjú bréf saman.

Áðr en vér bætum nokkrum athugasemdum við kóngsbréf
þessi, skulum vér líta stuttlega yfir, hversu lögunum var háttað

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/2/0401.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free