- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Annad Bindi /
393

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

330 VARNARTtlT GUÐBRANDS BISKUPS.

393

ný kristnisiðaregla, kirkjuordínanzía Kristjáns þriðja 1537. Líkt
var ástatt í Noregi: Ólafr erkibiskup Engilbrektsson liafði snúizt
í lið með fjandmönnum Kristjáns, og gekk því liið sama yfir
Norðmenn sem Dani í andlegum efnum, eðr enn verra. I báðum
löndunum liafði klerkdómrinn gripið til vopna, en beðið ósigr,
og var síðan gjörsamlega kúgaðr með hervaldi og konúngsvaldi.
Allt öðruvísi var ástatt á íslandi: þar var friðr og sátt milli
lærðra manna og leikra; og Íslendíngar höfðu engan þátt tekið i
þessum óeirðum í Danmörku, né sýnt sig í nokkurri óhlýðni við
hinn nýja konúng, heldr geymdu þeir honum skatta og sakeyri,
og guldu þegar, er konúngr kom til ríkis, með góðum greiðskap.
Lá nú og við sjálft, að hinn nýi siðr kæmist á með friði.
Og-iQundr biskup kaus, með ráði og samþykki lærðra manna, Gizur
prest Einarsson til eptirmanns sins, og fór Gizur utan um
sum-arið 1539 til biskupsvigslu, en átti að fara fyrst á fund Kristjáns
konúngs með bréf og erindi Ögmundar biskups; en á þíngi um
sumarið létu þeir Jón biskup Arason, hirðstjóri og lögmenn báðir
gánga 12 manna dóm um Sigurð Óiafsson, er Ögmundr biskup
bafði stefnt um frændaspell hið meira; var bæði dómnefna og
dómsatkvæðið mótstæðilegt kristinrétti, og hin mesta tilhliðrun
við veraldlegt vald, því leikmenn áttu eigi að leggja dóm á það
fflál. J>á var og veitt leyfi til að prenta Nýja-testamenti Odds
Gottskálkssonar. En nú hóf Diðrek af Mynden ránskap sinn
hinn mikla og niðingsverk, er hann tók Viðeyjar klaustr, og
ætlaði síðan að taka öll hin klaustrin sunnanlands, og mundi
i>ví hafa fram komið, hefði honum eigi verið styttr aldr i
Skála-holti, En það er að segja af Gizuri, að liann sigldi frá íslandi
fyrst til Hamborgar; þar frétti hann víg Diðreks; skömmu síðar
fór hann þó á konúngs fund, var hann vígðr þann vetr af Pétri
Palladius Sjálands biskupi’, og fékk síðan einskonar
veitíngar-bréf fyrir biskupsdóminum af konúngi. Annað bréf gaf konúngr
honum, og lofar hann þar í, að kirkjur skyldi halda öllum
tekj-um sínum og eignum. Gizur tók nú við biskupsdæminu af
Ögmundi biskupi, og prestar játuðu honum hlýðni sem réttum
biskupi á alþíngi um sumarið 1540. Sumarið eptir var Kristófer
Hvítfeld sendr tii íslands, til að rannsaka vígsmálið Diðreks og
’Jiðja Íslendínga að greiða nýjan skatt; Gizur biskup var og

’) Harboe. Om Refórmationeu i Island, 33 — 34. bls.

Safn íi.

26

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/2/0405.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free