- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Annad Bindi /
395

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

330 VARNARTtlT GUÐBRANDS BISKUPS.

395

brúðkaup sitt þegar i stað. J>etta vakti hneyxli, sem líklegt var,
og kölluðu menn börn þau eigi skilgetin né til arfs alin, er hann
ætti með Katrínu. J>á útvegaði Gizur biskup bréf þetta1.

Meðan Gizurbiskup lifði, bareigi mjög á sundrlyndi með þeim Jóni
biskupi Arasyni, og fyrst framanaf horfði fremr til vináttu með þeim.
í>eim varð þó sundrorða um Bjarnanes jarðir, er Jón biskup
hafði tekið eptir Teit og leyst til sín. Gizur þóttist hafa
til-kall til jarðanna, fyrir því, að Ögmundr biskup hafði liaft skipti
á þessum jörðum við Teit, og fengið honum aptr jarðir, er
biskup átti á Vestfjörðum, en Gizur taldi til skuldar hjá
Ög-mundi biskupi fyrir stóisfé, er hann hafði tekið með sér frá
Skálaliolti, þá er hann fór þaðan og lét af hendi staðiun við
Gizur biskup. Jón biskup og Gizur nefudu þá til menn
1544, til að leggja dóm á, hvort jarðaskipti Ögmundar biskups
og Teits hefði verið lögmæt eðr eigi, en þeir urðu eigi samdóma,
og var þá málinu skotið til konúngs úrskurðar: en eigi var
Gizuriþað ókunuugt, að Jón biskup hafði ekki fengið neina af jörðum
þeim, er Teitr fékk í jarðaskiptum fyrir Bjarnanes jarðir hjá
Ógmundi biskupi á Vestfjörðum, því sumum þeirra hélt Teitr,
en sumum Ögmundr biskup, og féllu þær með öðrum eignum
kans undir konúng. Nú kom kóngsbréf út, dagsett 9. marz
(mánud. eptir dominica oculi) 1545 um þetta mál, segir þar í,
að Jón biskup og lians arfar eigi Bjarnanes jarðir með réttu,
því hann hafi leyst til sín þann helmíng af fjám Teits, er dæmdr
var konúngi, fyrir 300 rínskra gyllina, en jarðaskiptabréf
Ög-mundar biskups við Teit skyldi ónýtt vera. Um haustið 1545,
Þá er bréfið kom út um vorið fyrir, fór Jón biskup Arason til
Austfjarða og tók Bjarnanes, því það var þá rétt eign hans eptir
kóngsbréfinu2. Bréf þetta var þó eigi haldið við Jón biskup,
heldr voru Bjarnanes jarðir dregnar undir konúng, og er eigi
annað að sjá, en að Gizur biskup hafi látið sér það allt vel líka.

’) Bréf þetta er endrnýjað með opnu bréfi 20. febr. 1551, Lagas. ísl. I,
G5; Jónsb. (1709), 478. bls.

’) Eg hefi tekið þetta fram hér, því það er ráughermt, sem svo margt
annað um Jón biskup Arason, að hann hafi eigi beðið bréfs þessa,
heldr farið um haustið 1544 í Bjarnanes. þetta verðr bezt séð af
bréfi Gizurar iiiskups til Jóns biskups Arasonar um Bjarnanesför;
það er dagsett 4. október 1545 (Finns Hist. ecel. II., 732—733).

26*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/2/0407.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free