- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Annad Bindi /
396

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

396

VAIINAJUUT GUÐBKANDS BISKUPS.

Nú óx konúngsvalclið ógrlega, er séð verðr af dómum þeim, er
þá fóru fram, um kaupskap þýzkra manna og um skip þeirra; er
þá, sem enginn hafi þorað að mæla á móti yfirgángi hirðstjóranna,
Otta Stígssonar og Lassa Múla; en sumir landsmenn fylgdu
þeim, og þó einkum Pétr Einarsson, til þess að feita sjálfa sig
af ránum þeirra, eðr að firra sig vítum og yfirgángi. fó getum
vér eigi fundið, að klaustr eðr aðrar eignir, sem biskupar höfðu
ráð yfir, hafi verið teknar fyr en eptir dráp Jóns biskups og
þeirra feðga; en ])á (1551) var rændr Hólastaðr og ári síðar öll
klaustr dregin undir konúng, án þess nokkur mótmælti því, enda
var Marteinn biskup og Ólafr Hjaltason eigi líklegir til slíkra
stórræða. Sumarið 1552 var Páll Hvítfeldr sendr út til íslands.
1 erindisbréfi hans segir, meðal annars, að hann skuli byggja
klaustrin fyrir afgjald til konúngs, en setja skóla, annan í
Skála-holti en annan á Hólum, skyldi biskupar halda skólasveina og
kennara á sinn kost, en Páll skyldi leggja skólameistaranum og
heyrurum skólans jarðir af eignum stólanna, þar til konúngi
þóknaðist að skipa fyrir á annan veg, en konúngr hét að láta íiytja
timbr til skólahússins. Af bréfum þessum er auðséð, að konúngr
slær eign sinni á klaustrin, án þess hann ætli að láta nokkuð í
móti koma, nema ef vera skyldi efniviðr í skólahúsin, en
bisk-upar fá nú embætti sitt í lén af konúngi, eins og veraldlegir
embættismenn. Sumarið eptir (1553) var Páll Hvítfeld sendr
aptr til Islands, til að jafna enn betr á banamönnum Kristjáns
skrifara, er honum hafði verið skipað að láta lögsækja sumarið
áðr, og þá voru dæmdir á alþíngi (1552); Páll Hvítfeld hafði þá
og bréf meðfeiðis, er staðfesta gjörðir hans um jarðir þær, er
hann hafði lagt árið áðr skólameisturum og heyrurum við
skól-ana. pað sumar var og Ólafr kalips sendr út fyrir norðan með
skólavið til Ólafs biskups. Hjaltasonar. þessi Ólafr kalips skvldi
reka konúngs erindi um nokkrar eignir eptir Jón biskup, og segir
í erindisbréfi lians, að hann skyldi meðal annars taka með sér
aptr um haustið ukjöt það, er Pétr Einarsson hefir í geymslu, og
slátrað var að boði þeirra Axels Júls og Kristófers Trundsens".
Páll Hvítfeld var höfuðsmaðr yfir íslandi til þess 1554, svo sem séð
verðr af veitíngarbrefi Knúts Steinssonar; skyldi Knútr taka við
af Páli, og hafa tekjur allar frá Jónsmessu þá um sumarið
(1554). í því bréfi er talað um ua n d 1 e g a og veraldlega

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/2/0408.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free