- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Annad Bindi /
400

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

400

VAIINAJUUT GUÐBKANDS BISKUPS.

nauðsynlegar sóknarkirkjur, þá skyldu með öllu af takast. pví
höfum vér fyrr greindir menn um þann sama artikula eptir yðar
kóngl. majs. náðar bréíi, boði og skipan samþykkir orðið svo,
að fyrr sagðar kirkjur og saunghús skyldu með öllu af leggjast,
utan þær, sem nauðsyn krefr standa skuli1. En þeirra kúgildi
og lausafé skyldi hálfpart leggjast til prestanna uppeldis og
spi-taianna, sem hinir sjúku skulu inn leggjast, hverir garðar að oss
virðast þar bezt til fallnir, sem er fyrst i Sunnlendínga fjórðúngi
Kaldaðarnes, Gufudalr í Vestíirðínga fjórðúngi, Glaumbær í
Skagafirði i Norðlendínga fjórðúngi, en Bjarnanes i Hornafirði í
Austfirðinga fjórðúngi, svo framt sem yðarkóngl. majest. vill það
svo hafa og staðfesta. En annan hálfpart af fyrrgreindra
hálf-kirkna og saunghúsa kúgildum og lausafé skyldu eignarmenn
jarðanna eignast og alla þá fastaeignar parta og ítök, með rekum
og skógum, sem þeir og þeirra forfeðr hafa þar til lagt, eptir þvi,
sem verðugr herra Magnús Noregs kóngr, góðrar minníngar, hefir
í sínum bréfum og réttarbótum boðið og bifalað að fornu hér í
landið. En inventaria og messuklæði fyrr sagðra kirkna og
saunghúsa skulu biskuparnir, með lénsmannsins ráði og annara
góðra manna, leggja til þeirra sóknarkirkna, sem mest er þörf á
í því héraði, eðr annarstaðar. — 2) í annan máta og artíkula um
allar fjársóknir veraldlegar, sem til kunna að falla prestanna
vegna, þá skulu sækjast fyrir sýslumanni lieima i héraði; en ef
hann fær ekki yfir tekið, þá sæld fyrir lögmanni. — 3) í þriðja
lagi um þá tíundargjörð, sem yðar kóngl. majest. um skrifar,
býðr og bífalar að gjaldast skuli af öllu jarðagózi, bæði
krún-unnar, stigtanna, klaustranna og kirknanna: þá höfum vér það
svo samþykkt með svoddan skilmála, að allt jarðagóz skal
tíund-ast, utan það heimaland, sem stigtin, klaustrin og
sóknarkirkj-urnar á standa með sinni eiginlegri innstæðu og lausafé, og það
sama fyrir þann skuld, að sóknarprestar og aðrir fátækir hafa
þar uppá skipaðir verið fyrr meir og forðum daga. Sömuleiðis
ogsvo um það góz, bæði fast og laust, sem eignarmaðr á sjálfr
garðinn, þá skal ekki tíundast svo mikill partr, sern sú
sóknar-kirkja á í því heimalandi eðr eiginlegri innstæðu, með þeim
rek-um og öllum ítökum, sem hún á; en öll önnur hennar fastaeign

’) þessi kafli er samþykkt, en liinn kafli greinarinnar er uppástúnga.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/2/0412.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free