- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Annad Bindi /
402

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

402

VARNARRIT GUÐBRANDS BISIiUPS.

lega til borðs fyrir skóiapiltana, virðist oss sem ekki yrði því á
komið fyrir sökum fátæktar landsins og annara vanefna; því
mættu ve] skólapiltarnir láta sér nægja með þann venjulegan
drykk, sem hér í landið gengr góðra manna í millum, eptir því
sem þeirra möguleg þörf til gjörist. — 5) í fimta máta og artikula
um öll benefieia og prestsetr, skulu haldast af prestunum eptir
yðar kóngl. majests. innsigluðu bréfi, utan oss leizt fyrir
nauð-synja sakir að svo komnu: Fyrst, með því ekki finnast hér í
landið svo djúplærðir prestmenn af hinum gömlu í Guðs
evan-gelio, sem réttilega prédiki, kunni að setjast til allra beneiicia,
lielzt með því að þær persónur, sem til skólanna gánga, eru ekki
enn nú svo til aldrs komnir, að þeim megi að svo komnu þessir
prestagarðar tilsegjast. fess og annars, að svo kann tilfalla i
framtíðinni, að sótt eðr sjúkdómr kunni uppá prestana að koma,
þá sem prédika kunna, og af því þá sýnist, oss, með yðar kóngl.
majests. ráði og tilskipan, það mögulegt, að erlegir, guðliræddir,
skilvísir leikmenn, sem Guðs orð elska réttilega, hafi hald .og
til-sjón yfir þeim beneficiis, sem ekki fásl; enn réttlærðir kennimenn
til, sem uppheldi kunna að veita kirkjunni, garðinum og því
gózi, sem þar til heyrir, með svoddan fororði, að sá leikmaðr,
sem garðinn heldr, skal þar lieima hafa einn úngan Guðs orðs
þénara af biskupinum tilsettan, sá Guðs orð fram lesi fyrir fólkinu,
þar til að þángað kann að fást einn sannr prédikari og dugandi
persóna. En um kanúkadæmi er ekki að dæma hér í landi, utan
það kunni að vera nokkur útaf yðar náðar klaustrum, á hverjum
einnig skulu haldast góðir Guðs orðs þénarar og prédikarar, eptir
biskupsins tilsjón, þá þörf gjörist. — 6) í sjötta máta, nær biskupinn
á að visitera í sínu biskupsdæmi, þá sé sýslumaðr hver í sinni
sýslu skyldugr til, eptir kóngl. majest8. náðar innsigluðu bréfi og’
yðar náðar ordínanzíu, að’ríða í styrk með biskupi, til að
fram-fylgja því, að Guðs orð mætti réttilega meðtakast um stigtið, og
hinir óguðlegu mættu straffast og skelfást eptir yðar náðar kóngl.
majest8. oidínanzíu hljóðan. En oss virðist hér í landi biskupiun
ekki mega ríða fámennari í sína visitazíu, fyrir sökum vatna,
vondra heiða og annara torfær[n]a, en að minnsta kosti við áttunda
mann, en sýslumenn ei fámennari en við fimta mann. Skulu þeir
með sínum mönnum hafa sæmilega gistíng á öllum stöðum og
sóknarkirkjum með öl og mat, svo óstraffanlegt sé, livar sem þeir
koma. En oss viiðist, að þeir sýslumenn, sem með biskupi ríða

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/2/0414.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free