- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Annad Bindi /
521

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

ÖRNEFNI OG GOÐORD í RÁNGÁR I’ÍNGI.

521

Hrafns lögsögumanns, sonar hans, og Marðar gígju, þegar það
varð eitt af höfuð-hofum héraðsins. Eptir að höfuð-hofin
mynd-uðust, fór lika meira að bera á höfðíngskap goðanna, sem áttu
þau. J>annig er Jörundr goði, sonr Hrafns iieimska á
llauða-felli, talinn annar mestr höfðíngi í Rángárþingi, þegar alþíng var
sett. Landnáma telr hann með landnámsmönnum, en það getr
ekki rétt verið. Eg er á sömu skoðun og Guðbrandr Vigfússon um
aldr Hrafns lieimska, og fyrir utan ástæður þær, er hann til færir
fyrir útkomu Hrafns, þá er líka iandnám haus holdr iítið; er
ekki ólíkt, að þeir Hrafn og þorgeir liörzki hafi komið um sama
leyti, og annar keypt land af Asgeiii, en hinn numið land
aust-an við landnám Ásgeirs. Eg lield, að Jörundr sé fæddr um það
leyti Hrafn kom út, og þá hefir hann voi’ið um sjötugt þegar
hann réði Merði gígju frá á alþíngi að berjast við Rút, og getr
það vel staðizt. IJá hold eg, hann hafi reist bú á
Svertíngstöð-um, undir eða um 920, og þá átt jpuríði i Skarfanesi, systur Fiosa
hegra. Jörundr bygði þar, sem nú heitir á Svertíngstöðum,
fyr-ir vestan Markarfljót; hann bygði þar liof mikið. Jörundr gat
ekki bygt fyrir vestan Eljót i ónumdu landi, því þá voru þar öll
lönd áðr numin, sein að framan er sagt. Ekki finnast heldr
nein spor til, að stórhof hafi bygt verið fyrir vestan Fljót,
aust-ar en á Hofi á Rángárvöllum, en þó verðr að miða við hof
Jör-undar að nokkru leyti, livar hann hafi fyrst bygt, því bærinn
Svertíngstaðir er nú ekki til, og hefir að líkindum ekki verið,
sið-an í fornöld. J>að getr þvi varla verið efamál, að Jörundr hafi
l’ygt fyrir austan Fljót, og reist fyrstr Dalverjahof, og orðin i
Landnámu, „fyrir vestan", sé annaðhvort ritvilla, eða rángt
les-en nú voru, sem fyr er sagt, öll lönd numin líka fyrir
aust-an Fljót, því Ásgerðr meina eg að liafl komið síðast út af þeim,
er námu Eyjaijallasveit, en þó komið út á árunum 910 til 915
°g búið í Dal eða Katanesi fram yfir 920. Eg held því, að
þeg-ar Eyféllíngar sáu uppgáng þeirra Hofsverja, þá haíi þeir lcomið
ser saman um, að koma upp líka aðalhoíi hjá sér, og valið til
’iofgoða son þess göfgasta manns í héraðinu, Iírafns heimska.
Asgerðr mun þá enn hafa búið í Katanosi, þegar Jörundr bygði
Svertíngstaði, enda finnast engin spor til, að Dalverjahof liafi
staðið hjá Dal eða þar nærri, og sögurnar gota þess ekki, hvar
l)að hafi staðið, en sunnan í Seljalandsmúla, skammt austr frá
bænum, eru öll líkindi fyrir, að liofið liafi veiið; þar er torfa
Safn u.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/2/0533.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free