Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
594 HIRÐSTJÓRA. ANNÁLL.
595
«guðhræddur maður og næsta gagnlegur kirkjunni», en svo er
að sjá sem Böðvar prófastur sonur hans haíi þó verið miklu
framar. Svo er Böðvari lýst (Hist. Eccl. III 195), að hann hafi
verið alvörugefinn maður mjög og lærður vel, eptir því sem þá
var um að gera, allgott skáld og ávalt, í mestu metum hjá þeim
biskupunum Gísla Jónssyni og Oddi Einarssyni. Hann var og
aldavinur Guðbrands Hólabiskups, og sýnir það, ef til vill, betur
«n mart annað, hver maður Böðvar prófastur hefir verið.
Al-vörugefni var annars talin eiginleg þeim frændum öllum um
langan aldur, og er það ef til vill enn. — Móðir Jóns
Halldórs-sonar var Hólmfríður, sem kölluð var prófastamóðir,
Hannes-dóttir af Snóksdalsætt. Hún andaðist níræð 1731, en því var
hún prófastamóðir kölluð, að þrír af sonum hennar urðu
pró-fastar, Jón í Hítardal, Torfi á Keynivöllum og Hannes í
Keyk-holti eptir föður sinn. Halldór prófastur faðir þeirra var
merkis-ttaður mikill, og segir Jón Espólín (Árb. VIII 5), að hann hafi
verið «snarvitr, einlægr ok lögfródr, ok einn af þeim prestum
4um, er pórdr biskup tók med sér, til at samantaka kyrkjulaga
formid». Hann átti tvo sonu með Jóns nafni, og var hinn yngri
prestur á pingvöllum, en hinn eldri var sá, sem hér er urn að
ræða. Hann var fæddur 1665, eins og áður er um getið, og
var elztur sona Halldórs prófasts. Hann mun efiaust hafa alizt
upp hjá foreldrum sínum í æsku, úr því Finnur biskup sonur
hans getur ekki annars. Níu vetra gamall reið hann á þing
með föður sínum 1674, þegar Brynjúlfur biskup skilaði af sér
biskupsdæmi í hendur fórði biskupi, og hefir séra Jón sjálfur
sagt frá einum atburði úr ferð þeirri seinna, er snertir Brynjúlf
biskup, svo minnisstæð var hún honum. Espólín segist svo frá
(eptir Biskupaæfum Jóns), að Jón hafi þá verið «í sveit med 9
eda 10 sveinum úngum, er seint um kveld bidu fyrir nordan
Þíngvalla kyrkju eptir fedrum sínum ok húsbændum, er inni
v°ru hjá biskupinum til skilnadar. Hafi þá meistari Brynjúlfr
^omit einnsaman til þeirra nokkud gladr, heldr óvörum, ok
8Purt hinn fyrsta, er hann heilsadi, at ætt ok nafni ok
forfedr-Uni hans, þar til er sá fékk ei lengr svarat en baud hönum at
horfa beint uppá sik á medan; sídan hafi hann spurt hvern at
ödrum med sama hætti, ok Jón Halldórsson seinast, því hann
Var ýngstr; öllum hafi hann sagt þeim nokkut at skilnadi, ok
^appad í koll sér ok mælt: Veldr elli mér, enn æska þér, þú
ofr úngr, ek ordinn gamall, at þú hafir nokkut gott af mér;
39*
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>