- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Annad Bindi /
596

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

594

HIRÐSTJÓRA. ANNÁLL. 596

gengit sídan at tjaldi sínu» (sbr. Arb. VII 80). Tek eg því
þessa sögu hér, þó hún muni íiestum kunn, að hún sýnir bezt,
að Jón hefir verið snemma eptirtektasamur og minnugur.

fegar Jón var á 14. árinu (1679) var honum komið í
kenslu til föðurbróður síns, Ólafs Jónssonar, sem þá var og hafði
lengi verið skólameistari í Skálholti. Ólafur var lærður vel utan
lands og innan og hinn röggsamasti skólastjóri, þó hann þætti
af sumum nokkuð harður í horn að taka og refsingasamur.
Hann var skólameistari frá því 1667 og þangað til 1687; þ:í varð
hann prestur í Hítardal, en andaðist sama ár; hafði
Skálholts-skóla farið mikið fram undir stjórn Ólafs. Hann var
alvörugef-inn maður og siðprúður, og svo vandaður, að hann þoldi als
ekki að heyra lygi eða smjaður; segir Finnur biskup (Hist. Eccl.
III 537, 43), að Jón hafi líkzt honum í þessu og tekið hann
sér til fyrirmyndar bæði í því og öðru. Um 6 ár var Jón hjá
Ólaö og var hann þá útskrifaður og fór utan til háskólans
sam-sumars. Hann var tekinn þar í stúdentatölu 20. okt. 1686, og
lagði einkum stund á guðfræði og sagnafræði meðan hann dvaldi
ytra. 1688 kom hann út aptur og var síðan heyrari (conrector)
við Skálholtsskóla í 4 ár. J692 fékk hann Hítardal, sem
hafði verið óveittur frá því 1687, þegar Ólafur föðurbróðir hans
andaðist. far var Jón síðan prestur til dauðadags. Árið 1700
giptist hann Sigríði Björnsdóttur prests á Snæfoksstöðum
Stephánssonar, og kveður Jón Espólín (Árb. VIII 71) hana verið
hafa stórmannlega og skörung, sem hún átti kyn til. Synir
þeirra voru þeir Finnur biskup í Skálholti og Vigfús prófastur í
Hítardal, er eptirmaður var föður síns; eru frá þeim báðum
miklar ættir komnar, einkum Finni (Finsensætt,).

Árið eptir Stórubólu (1708) var skólameistari sá, sem þá
var í Skálholti, Markús Magnússon, vígður til Grenjaðarstaðar,
sökum þess að um það leyti var varla prest að fá fyrir norðan.
En í Skálholti stóð þó ekki betur á en svo, að Jón biskup
Vída-lín gat ekki fengið neinn, sem gæti veitt skólanum forstöðu.
J>að varð að vera einhver sigldur attestatus, en þeir menn voru
þá ekki á hverju strái. Svona gekk fram að jólum, að skóli
var ekki settur, en þá tók séra Jón Halldórsson að sér að veita
honum forstöðu, þangað til nýr skólameistari fengist. Séra Jó0
var nokkrum árum áður ’(1701) orðinn prófastur á Mýrum, og
annaðist hann það embætti jafnframt skólakenslunni, en hefir
eflaust haft kapellán til að þjóna brauðinu sjálfu. Hann var tvo

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/2/0608.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free