- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Annad Bindi /
597

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

594 HIRÐSTJÓRA. ANNÁLL.

597

ár skólameistari, áður porleifur Arason (Thorchillius) tók við, og
fórst honum ágætlega skólastjórn þenna tíma og er stjórn hans
jafnað við þá, sem bezt þótti verið hafa á þeim tímum, en það
var skólastjórn Ólafs föðurbróður hans. Næstu 10 árin (1710—20)
kemur hann lítið við mál manna, og hefir hann þá eflaust verið
farinn að gefa sig við vísindalegum störfum. Finnur biskup segir
um föður sinn (Hist. Eccl. III 554), að hann hafi byrjað fyrst
um fimtugt að stunda af kappi sögu ættjarðarinnar, en það
verður hérumbil 1714—15, eða ef til vill litlu fyr. Finnur biskup
segir líka, að faðir sinn hafi eptir það lagt svo mikið kapp á
vísindaleg störf í þá stefnu, að hann haíi aldrei látið neina stund
ónotaða, þegar hann gat höndum undir komizt fyiir
embættis-störfum. En þessi árin hafði hann bezt næði, og mun hann því
þá hafa afkastað flestum þeim ritum, sem eptir hann liggja, eða
að minsta kosti safnað mestu til þeirra, þó þau hafi ekki orðið
fullgerð með öllu. Eptir iiáfall Jóns biskups Vídalíns hefir orðið
talsvert hlé á þessum ritstörfum hans.

fegar Jón biskup andaðist (1720), var enginn líklegri í
Skálholts biskupsdæmi til að taka við bískupsstörfum fyrir allra
hluta sakir en Jón prófastur Halldórsson, enda var það
eindreg-inn vilji allra, að hann gerði það. Varð hann þá stiptprófastur
(officialis) og gegndi biskupsstörfum um hríð, þangað til nýr
biskup yrði kosinn. forleifur Arason; sem fyr er getið, var þá
orðinn prestur á Breiðabólstað í Fljótshlíð. Hann var ungur að
aldri, en framgjarn mjög, og hafði átt kost á að verða prófastur
■á Rangárvöllum, en vildi þá ekki þiggja. Nú fór hann þó að
hugsa hæra, og bað Níels Fuhrmann, sem þá var í
stiptamt-ttanns stað, um meðmælingarbréf til biskupsembættis. Prestar
höfðu pata af þessu og skrifuðu allir Fuhrmann, að þeir vildu
engan annan til biskups kjósa en Jón prófast Halldórsson.
Fyrir þá sök skrifaði Fuhrmann neðan á meðmælingarbréf
por-leifs, að öllum þætti Jóu prófastur bezt til fallinn, og sendi
Þorleif með það bréf til Jóns. Jón sá fljótt, að porleifi var
^jög umhugað um að ná í embættið og hætti því við fyrir sína
bönd. forleifur fór utan, en íékk þó ekki embættið, því Árni
^agnússon lagðist þunglega á móti, bæði af því að þorleifur
hafði áður bakað sér reiði hans, og svo hins, að Árni vildi koma
Jóni prófasti Ámasyni frænda sínum á biskupsstólinn. fegar
Þorleifur kom út og hafði farið erindisleysu, lögðu prestar og
Fuhrmann svo fast að Jóni prói’asti Halldórssyni, að hann lét

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/2/0609.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free