- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Annad Bindi /
598

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

594

HIRÐSTJÓRA. ANNÁLL. 598

tilleiðast að sigla uppá embættið og réð sér fari á
Eyrar-bakka um vorið (1721). Meðan á þessu stóð, hafði Jón prófastur
Árnason fengið bréf frá Vibe, skrifara og gæðingi kóngs, um að
búa sig til utanfarar eptir biskupsvígslu, og brá hann skjótt
við. En er Jón Halldórsson fékk vitneskju um þetta, sendi hann
gagngert mann til nafna síns og bað hann segja sér skýlaust,
hvað í bréfinu stæði, og sagðist ekki mundu keppa við hann um
biskupsembættið, ef Jóni Árnasyni léki hugur á því. Svo fór, að
Jón Halldórsson settist aptur, og var þá lokið því, að hann
mundi nokkurn tíma biskup verða; fékk hann af þessu ámæli
af sumum mönnum, en þess ber að gæta, að maðurinn var
hniginn að aldri, þó heill væri heilsu, og hefir því ekki viljað
standa í því stímabraki, sem af biskupsembættinu leiddi um þær
mundir. f að er ekki heldur ólíklegt, að ritstörf hans kunni líka
meðfram að hafa stuðlað til þessa.

Úr þessu kemur Jón prófastur lítið við mál manna. fess
má þó geta, að hann og Sigurður Sigurðsson, sýslumaður í
Árnesþingi, voru settir dómarar í uinnstæðumáli» Skálholtsstaðar
millum Sigríðar Jónsdóttur, ekkju Jóns biskups Vídalíns, og
Jóns biskups Árnasonar 1726. Sýnist svo sem Jón prófastur
hafi verið hliðhollur ekkjunni, það sem hann gat, enda höfðu
þeir verið meztu mátar Jón biskup Vídalíu og hann. ]?að er
t. a. m. sagt, að biskup hafi sent honum rit sín til yfirlesturs,
áður en þau væru prentuð, og má á því marka álit það, sem
«ræðumeistarinn» hefir haft á honum. Á seinni árum þjáðist
Jón prófastur mikið af sjóndepru og 1733 tók hann Vigfús sou
sinn sér til aðstoðar í embættinu, en sagði þó ekki af sér.
fremur árum seinna (1736) sýktist hann af hálfvisnun (hálfvistu),
lá í tæpar átta vikur og andaðist siðan. Hann var jarðsettur á
afmælisdag sinn, 6. nóvember, og hefir því andazt kringum næstu
mánaðamótin áður. Hann hafði þá prestur verið í 45 ár og
prófastur í 36, en einn um sjötugt hafði hann þegar haun dó.

Jón Espólín fer þessum orðum um Jón Halldórsson, Þar
sem hann telur upp helztu presta, sem uppi voru á Islandi 1731
(Árb. IX 106): «Jón prófastr í Hítardal var mestháttar,
frædi-madr hinn mesti, ok lærdr at mörgu, rádsvinnr ok hafdi á ser
höfdingjabragd; metnadarmadr var hann, ok þó med hófi góclu’
ok þótti mest um hann verdt af öllum klerkdóminum á hans
dögum.» Annarsstaðar (Arb. IX 36) segir Espólín um hann:
«Svo segir Jón prófastr Halldórsson hinn fródi, er gjörst hefar

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/2/0610.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free