- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Annad Bindi /
599

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

594 HIRÐSTJÓRA. ANNÁLL.

599

sagt frá Júbilhátídar-haldi lútherskrar trúar» o. s. frv. Pegra
auknafn en «hinn fródi» gat Jón Halldórsson ekki fengið, enda
hefir hann átt það fullkomlega skilið. Auknefnið hefir eflaust
verið gamalt á dögum Espólíns, og svo er að sjá sem Hálfdan
Einarsson hafi þekt það, þó hann ekki nefni það með sömu
orðum (sbr. Sciag. Havniæ 1777, p. 149). Finnur biskup tekur
fram alvörugefni föður síns, siðprýði og samvizkusemi i
öllum greinum, en einkum leggur hann þó áherzluna á lærdóm
hans. Jón hafði verið frábær kennari og haft yndi af að kenna,
alveg einsog Hannes sonarson hans seinna; hann bjó ekki
ein-ungis fjölda pilta undir skóla á fyrri árum sínum, heldur tók
hann við stúdentum frá skólanum og kendi þeim annað og meira
en þeir gátu numið þar. fessu hætti hann þó á efri árum,
eptir það að hann var tekinn til ritstarfa, og létu þau honum
ekki síður. J>að er mikið að vöxtunum, sem hann afkastaði á
þessum fáu árum, en hitt er þó meira, hve áreiðanlegt það
er, næstum í alla staði, sem hann hefir skrifað. Arngrímur
lærði, Björn á Skarðsá og Jón prestur Egilsson voru einu
menn-irnir1), sem nokkuð verulegt höfðu skrifað um sögu íslands á
seinni öldum, og þeirra sagnir allra hefir hann endurbætt og
aukið svo mikið, að þeir Finnur biskup sonur hans og Jón
Espólín eptir hann hafa orðið að fylgja frásögn hans, opt orði
til orðs. Finnur tekur það skýlaust fram, að hann hefði
als-endis ekki getað skrifað Kirkjusögu sína, ef hann hefði ekki
notið við rita föður síns, og Jón Espólín segir við dauðaár Jóns
Halldórssonar (1736), að eptir honum hafi. hann tekið flest það,
sem þangað að sé sagt í Árbókunum um biskupa og amtmenn
og þó sumt fleira. Af hinum fyrri mönnum var Arngrímur
sá, sem sízt fór eptir munnmælum, enda eru rit hans langtum
betri en hinna. En hann stóð að því leyti miklu ver að vígi
en Jón Halldórsson, að hann gat lítið notað eldri bréf og
bréfa-bækur, og verða því frásagnir hans opt og tíðum styttri og
óá-i’eiðanlegri en annars hefði orðið. Jón hefir aptur á móti séð,
tvað mikið í frumbréfin er varið og það má fljótt sjá á ritum
hans, að hann hefir notað öll þau bréf vel og dyggilega, sem
hann gat náð í. petta var líka auðveldara fyrir hann en
Arn-grím, því Árni Magnússon var farinn fyrir löngu að safna bréf-

’) Eitgjörð Jóns Gizurarsonar hefir Jón Halldórsson ekki þekt.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/2/0611.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free