- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Annad Bindi /
611

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

HIRÐSTJÓRA ANNÁLL.

I.

KETILL pORLÁKSSON.

Tlann var son forláks lögmanns Narfasonar á
Kolbeins-stöðum í Haukatungum og Helgu dóttur Nikulásar Oddssonar.
Kvinna Nikulásar var Gyða systir Egils í Reykholti. En móðir
forláks var Valgerður dóttir Ketils sonar forláks forleifssonar
beiskalda úr Hítarda). — Anno 1313, sama ár og Auðun biskup
á Hólum var vígður, finn eg fyrst getið þess, að Ketill hafi
utan farið og gerðist hann þá handgenginn Hákoni kóngi
Magnússyni, kölluðum bálegg, og fékk þá af honum
herra-nafn-bót; kcm svo út hingað aptur árið eptir vestur í Dýrafirði með
ftýmælabréf kóngsins, sem samþykt og lögtekin voru á alþingi
anno 1315.’)

Anno 1319 kallaði Hákon kóngur til sín þessa helztu menn:
herra Hauk Erlendsson, Snorra lögmann Narfason — eg meina
föðurbróður Ketils2) — og Ketil með fleirum öðrum, á hverju
ári bann sigldi. En um vorið dó Hákon 8. Idus Maii og var
tU kóngs tekinn Magnús smekkur Eiríksson, þrevetur að aldri, en
Erlendur Viðkunnsson settur dróttseti. fað sumar kom út Gunnar
ráðsveinn til að taka hollustueið af íslenzkum, og var á alþingi,
sendur af rikisins ráði í Noregi,

Anno 1320 á Bóthólfsvöku — aðrir: 6 nóttum eptir
Bóthólfs-vöku3) — þ, e. 17. Junii út gafMagnús kóngur sitt bréf upp á

’) þe ssi réttarbót Hákonar kóngs er dagsett í Björgvin 14. júní 1314

°g prentuð í «Lovsamling for Island» I 27—31.
) þetta er rétt (sbr. hér á undan bls. 58). Aptur á móti mun það
mis-hermt, að Hauki hafi verið utan stefnt, því að hann var þá íNoregi
(sbr. bls. 56). þó er Haukur uefndur í bréfinu, og er því líklegast að
Ketill og Snorri liafi einir gegnt utanstefriunni.

3) Hið síðara er réttara; sbr. Pinni Joh. Hist. Ecct. I 29—30, þar
sem bréfið finst prentað.

40*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/2/0623.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free