- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Annad Bindi /
621

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

594 HIRÐSTJÓRA. ANNÁLL.

621

ffierni þeirra á alþingi. En á sama sumri fundust þeir Smiður
Andresson, sem þá kom út, og Árni, og bundu vináttu sín á
milii með fastmælum. En sú vinátta stóð ei lengi, því 1361,
næsta dag eptir Bóthólfsvöku eður 18. Júnii, sem Flateyjarannáll
segir að hafi verið föstudagurinn næstur fyrir Jóns messu
baptiste — aðrir segja þetta skéð hafi 1362, hvað ei mun
rétt-ara— lét Smiður aflífa Árna f órðarson í Lambey fyrir aftöku
Markúsar, sem áður er getið. Hafði Árni boðið fyrir sig, það
hann vildi koma á kóngsfund og standa honum reikning fyrir
það hann átti að svara, en Smiður vildi það ei heyra. Er ei
ólíklegt að Jón hafi hvatt Smið til þessa stórvirkis, vegna forns
fjandskapar, og rægt Árna fyrir Smið. Lík Árna var flutt í
Skálholt og þar jarðað.

2. ANDBÉS GÍSLASON,
Hinn annar af þessum hirðsfjórum, sem hélt
Austflrðinga-fjórðung, var Andrés Gíslason úr Mörk.2)

Anno 13593) á seinasta ári hans hirðstjórnar sigldi hann á
sama skipi og Gyrður biskup. Sökk það skip í landsýn með
öll-um farminum austan Vestmannaeyja. Fór fólk alt í bátinn,
nærri 40 manns, er þó varla bar áður 25 menn; komust þeir
allir til lands, og mun Andrés samt hafa farið samsumars eður
1360. En 1361 kom hann út aptur. Að nýjusigldi hann 1365,
og kom hingað aptur ári síðar með Ormi Snorrasyni, forgeiri
Egils-syni og Magnúsi Jónssyni. Höfðu þeirAndrés og Ormur hirðstjórn
um alt land að skipan Hákonar kóngs. En þeir allir ásamt
höfðu vald um alt land, og var þá landið dæmt Hákoni kóngi,
því faðir hans Magnús kóngur var fangaður árið áður af
Al-brikt Svíakóngi.4)

Plateyjarannáll setur ártalið 1362 og nefnir einungis frjádaginn
næstan fyrir Jónsmessu. Hitt, sem her stendur og er tekið eptir
Hólaannál, mun rniður rétt. Við orðið «Bóthólfsvoku> er svolátandi
athugasemd gerð: «Anno 1361 bar Bóthólfsmessu uppá flmtudag, og
því hefir föstudagurinn verið næstur dagur eptir hana, en næstur
fyrir Jónsmessu, sem þá bar á fimtudag» (sic!),

2) það er Stóra-Mörk í líangárþingi.

3) Flateyjarannáll og þar með beztu annálar setja utanferð þeirra ári
síðar.

4) Hér ber annálum ekki saman. Flatejjarannáll setur útkomu And-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/2/0633.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free