- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Annad Bindi /
629

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

hirðstjóra annáll.

629

er ólíklegt að hvatt hafi Smið til þessarar ferðar. Komu þeir á
Grund í Eyjafirði Seljumanna messu. Kallaði Smiður hina
fremstu hændur í Norðlendingafjórðungi útlæga, lét þar og með
fylgja mörg skapraunarorð. J>á bjó á Grund Einar Eiríksson
Sveinbjarnarsonar, sem átti Helgu, auknefnda Grundar-Helgu,
foreldrar Bjarnar Jórsalafara.

pá Smiður og þeir Jón komu á Grund, var Einar ekki heima
eður margt af karlmannafólki, sem og víðar um fjörðinn, að
sumra manna sögn. Smiður var djarftækur sagður til kvenna
og bráttlundaður. Heimti hann um kvöldið konu í sæng til
sín. Helga tók ei fjarlægt hans tilmælum. Menn brúkuðu í þá
daga Iangbrækur. Helga bauð stúlkum, sem þjónuðu þeim Smið
og hans fylgjurum til sængur, að snúa úthverfri annari
skálm-inni á sérhverri þeirra brók. Smiður og hans kompánar höfðu
drukkið fast um kveldið og voru mjög ölvaðir. Nú sem þeir
voru gengnir til hvílu og hugsuðu ei annað en gott, til
hvílu-bragðanna, og að þeir mundu heldur hafa fangbrögð við Helgu
og þjónustupíkur hennar, en spjóta- og lensulög, þá varð þeim
að öllu öðru, því Helga lét um kveldið safna saman
smala-mönnum og öðrum, sem hún gat til fengið þar um fjörðinn og
lét veita þeim atgöngu, svo að nær þeir voru til svefns komnir,
kom ráðsmaður Helgu með sínum fylgjurum í skálann alvopnaður,
og sóttu að þeim. Aðrir segja svo frá, það Eyfirðingar, nær þeir
fréttu til ferða Smiðs og Jóns, hafi þá grunað ilt. mundi undir
búa, fóru því til og gjörðu mannsöfnuð móti þeim á Grund1).

’) þannig segja islenzkir annálar frá, enda er hin frásögnin að
lík-indum seinna til húin. Finnur biskup og Jón Espólín fylgja þó
henni, en tfiaust eptir -Hirðstjóra annál». þeir sem fylgja
íslenzk-um annálum, ætla að þorsteinn lögmaður Eyjólfsson hafi verið
íiokksforingi i þetta skipti fyrir Eyfirðingum og byggja það á einni
visu Snjólfs hér á eptir (sbr. 66. bls. hér að framan og
Sýslumanna-æfir 1 300—301), en það þykir mér með öllu efasamt og hitt langt um
líklegra, að hér sé átt við annan þorstein, því í fyrsta lagi er svo
að sjá á annálum, sem porsteinn Eyjólfsson hafi verið sigldur fyrir
Giundarbardaga, enda mundi t. a. in. höfundur Flateyjarannáls, sem
var samtiða nppi eða litlu yngri, hafa getið þess sérstaklega, ef
elikur liöfðingi sem þorsteinn Eyjólfsson hefði verið fyrir atförinni
við Smið. — I handritinu stendur utanmáls ineð nýlegri hendi:
■ Eitt lögmanna registur (segir) að fortogi fyrir Eyfirðingum í þessum
liardaga hafi verið Gunnar í Auðbrekku, bróðir HelgU’.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/2/0641.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free