- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Annad Bindi /
636

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

594

hirðstjóra. annáll. 636

er hún 1400, sumstaðar 1402, og á sumum stöðum 1404, en
hvert sem af því er vilt, þá heyrir hún þessum Vigfúsi til, en
ei þeim síðara.

Anno 1402 sigldi hann enn, kom út aptur árið eptir með
samri makt eður meiri, skrifa annálar, og hefir- hann haldið
henni fram til 1405, þegar hinn síðari Vigfús kom hingað.
Vigfús þessi er dáinn anno 1407, sem sjá má af gjafabréfi Guðríðar
íngimundardóttur gjörðu á þessu ári á Magnúsmessu eður 16.
aprilis, þar hún með Ivars sonar síns samþykki gefur Hóla í
Grímsnesi með 8 kúgildum fyrir sál Vigfúsar ívarssonar og
Er-lends sonar hans1). fennan Vigfús meina eg vera son ívars

’) þelta bréf etendur nú í hinni Bvokölluðu Bessastaðabók (nr. 238 í

4 blaða broti) í Árnasafni í Höfn og er þar þannig: «pað geri eg
Guðríðr fngimundardóttir öllum góðum mönnnm kurinigt með
þessu minu opnu bréfi, að eg gefr í heiðr með Guð og hans
sign-aða móður Maríe til æverndiligs bænahalds til Viðeyjarstaðar
jörð-ina, sem Hólar heita með viij kvígildnm, eem liggr í Grímsnesi,
fyrir sál Vigfúsar ívarssonur og hans sonar Erlends, sem guð þeirra
sál frelsi, til ævemdilegrar eignar með öllum þcim gögnum og
gæð-um, sem til hennar liggr eða legið hefir frá fornu og nýju, og
öngvu undanskildu, svo framt sem eg mátti hana með lögum
fram-ast eignast. Samþykti minn sonr fvar þessa mína gjörð með mér,
og til sanninda hér um setti eg mitt innsigli fyrir þetta bréf, er
gert var í Brautarholti in die saneti Magni martiris anno domini
mcdvij’. Eptir þessari bók hefir Jón Halldórsson eflaust farið, og
Finnur biskup sonur hans hefir fylgt því i kirkjusögu sinni, en
ár-talið mun þó alt fyrir þetta ekki .vera rétt hér. Bessastaðabók er
illa skrifuð pappírsbók frá 17. öld og víða gauðröng, og væri því í
sjálfu sér ekki ólíklegt, að ártalið væri rangskrifað hér, eins og það
er svo víða annarsstaðar í henni, en þeirri sönnun þarf ekki einu
sinni á að halda, því nógar aðrar eru til. Af br.éfi sem til er í
Kantaraborg á Englandi og prentað er í «Arcbæologia
Cantiana-(Vol. X p. 27—28), sést, að Vigfús ívarsson Hólrn frá íslandi hefir
verið í Kantaraborg árið 1415 og geíið afarmikla Tómáspeninga til
að komast undir bænahald þar ásamt konu sinni og börnum. Nú
er kona hans nefnd þar Guðríður og tveir af sonum lrans ívar og
Erlendur, og er því enginn vafi á, að þessir Vigfúsar
Jvars-eynir — þessi og sá sem á eptir kemur — sé einn og sami
maður-inn báðir. Enn er hægt að tæra margt fleira þessu til sönnunar,
svo sern ættina sörnu upp og niður á við, jarðeignirnar o. s. frv.
Finnur biskup hefir og sjálfur seinna komizt að sama, því í viðbæti
við «Rymbcglu. (Kh. 1780, Corollaria 66. bls.) getur hann

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/2/0648.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free