- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Annad Bindi /
637

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

594 hirðstjóra. annáll.

637

Hólms hirðstjóra, og frá honum ættir komnar, sem ýmsir telja
sig til enn nú.

VIGFÚS IVARSSON.

Skálholts annáll nýi gjörir einn mann úr þessum Vigfúsi og
hinum fyrra, og í þeirri viliu eru ættartölur vorar, samt séra
Arngrímur in Crymogæa pag.’ 134, hvar hann og lætur
hirð-stjórnar ár Árna hiskups byrjast 1402, hverju ollað hefir bæði
nöfnin þeirra sjálfra, feðra þeirra og kvenna. En stuttur annáll
segir: við annum 1405 kom út Vigfús hiiðstjóri og Guðríður
kona hans bæði2) 15 vetra gömul, norsk að ætt. Nýi annáll segir,
að þetta sama ár 1405 hafi Vigfús ívarsson hirðstjóri yfir alt
ísland staðið fyrir þeirri stóru og fjölmennu brúðkaupsveizlu í
Viðey, er þar var haldin, þegar porleifur Árnason og Kristín
Björnsdóttir, kölluð síðan Vatnsljarðar-Kristín, dóttir Björns
Jórsalafára, giptust. En hvort þetta er sá fyrri eður síðarí
Vigfús, er eg í efa um.

Anno 1407 var hann í Skál’aolti föstudaginn næstan eptir
Translationem sancti Thorlaci Episcopi & confessoris, og
undir-skrifar með öðrum bréf biskups Jóns um reka Viðeyjar
klaust-urs, og kallast hann þá hirðstjóri yfir alt ísland. Aðrir meina
þetta skéð anno 1413.

þess, að hann löngu seinna, en hann skrifaði Kirkjusögn sina, hafi
séð annað eptirrit af bréfi Guðríðar og þar liafi ártalið verið
sett 1434. það er því engum vafa undirorpið, að ártalið 1407 er
rangt, og við það fellur aðgreiningin milli Vigfúsanna burtu hér.
Annars hefi eg ætlað mér, að skrifa seinna greinilegar um þetta
mál alt, ef færi gefst.

’) En er 1403 eptir nýja annál, en 1402 eptir stutta annál. Ártalið
er eflaust rangskrifað hér.

’) Beztu handrit stutta annáls (eða Oddaannáls, sem er eldra nafnið)
sleppa orðinu -bæði*, enda nær það engri átt á þessum stað.
Guð-ríður var norsk að ætt, einsog hér segir, sein sjá má á norsku bréfi
frá 1467 (Dipl. Norv. 1 2, 638). Guðriður hefir annars ekki heldur
getað verið 15 ára 1403, því á vitnisburði þorsteins lögmanns
Eyjólfssonar og fleiri manna á Pessastöðum á Álptanesi frjádaginn
í páskaviku 1397, má sjá, að Guðríður hefir þá verið kona Vigfúss.
Sbr. Dipl. Isl. Fasc. V 20 (frunibréf á skinni). 1390 munu þau
Vigfús og Guðríður fyrst hafa kotnið út.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/2/0649.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free