- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Annad Bindi /
638

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

594

hirðstjóra. annáll. 638

Anno 1408 er hann samt hirðstjóri, og stóð fyrir
biskups-veizlunni í Skálholti, sem Jón biskup, er það ár kom hingað,
hélt þar in nativitate Mariæ virginis eður Maríumessu siðari.
Söng Jón biskup í það sama sinn sína fyrstu biskupsmessu. í
páfadóminum var sú siðvenja, að þá nokkur biskup nývigður
var kominn til stóls síns, að hann á einhverri hátíð eður
messu-degi söng sjálfur messu. Flyktist þá múgur og margmenni til
að hlýða þeirri messu, og þótti það stór fremd að vera þá við
staddur. Og á sama degi hélt biskupinn stórkostlega veizlu
öllum fyrirmönnum, sem þar voru riálægir; var það kölluð
biskupsveizla og þótti mikils um vert, það hún væri sem
stór-mannlegust.

Anno 1413 Itom frá Noregi engelskur maður Ríkarður að
nafni, og tór með kaupskap. Gekk hann af skipi sínu austur
við Horn, en reið sjálfur til Skálholts og síðan aptur austur
undir Eyjaíjöll, sté þar á skip sitt og sigldi því inn á
Hafnar-fjörð. Hafði honum verið skipuð höfn á Eyrarbakka; vildi hann
þar ei lenda. Hafði þessi Ríkarður bréf Noregs kóngs til þess
að sigla í hans ríki með sinn kaupskap frjálslega. Keyptu margir
varning að honum niður við sundin; var á því lítt tekið af
hin-um vitrari mönnum. Litlu síðar sigldi hann héðan; tók Vigfús
hirðstjóri af honum eið, það hann skyidi hollur og trúr landinu.
Með Ríkarði sigldu héðan þeir 5 menn, sem hér höfðu^um veturinn
verið með þeim atburðum: þeir höfðu hið fyrra sumarið orðið
fráskila við sína kompána, gengu af báti austur við Horn, létust
vilja kaupa sér mat, sögðust hafa soltið i mörg dægur í
bátn-um, en sem þeir vildu aptur til bátsins, var hann í burtu og
þeirra1) stallbræður, sem geymdu bátsins. Sátu því pessirö menn
hér um veturinn. Vistaðist einn þeirra i J>ykkvabæ i Veri,
annar í Kirkjubæ og þriðji2) fyrir austan Öræfi. ]?etta var
siðasta ár Vigfúsar, því þessu ári hafði Árni biskup Ólafsson
fengið hirðstjórn hér; og þó hann kæmi ei hingað sjálfur fyr
en 1415, þá samt sendi hann hingað þetta sumar sín boð og
bréf til Björns Jórsalafara, að liann skyldi hafa hirðstjóra
um-boð um alt ísland í fráveru sinni, svo lengi hann kæmi ei
sjálfur. I>á komu og út bréf Eiríks kóngs Pomerani, í hverjum
hann fyrirbauð allan kaupskap við útlenda menn, sem ei var

’) Leiðr.; «Iians>, lidr. Sbr. íslTAnn. áriðl412. ’) Á að vera ■þrír–

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/2/0650.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free