- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Annad Bindi /
639

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

594 hirðstjóra. annáll.

639

venjulegt að kaupslaga við. Nú þó Yigfús hefði slept
hirð-stjórninni, samt var hann hér fram til anno 1415, á hverju
ári hann sigldi með engelskum i Hafnarfirði með 60 lestum
skreiðar, sem hann hafði saman safnað, og miklum fjárhlutum
öðrum bæði í brendu silfri og öðru gózi1). Hvort nokkuð sé
komið af þessum Vigfúsi hér í landi er mér óljóst, en víst er
það, að hann hefir hingað aptur komið og jafnvel hirðstjóri
verið eptir Balthazar, sem nokkrir skrifa, anno 1429, því það ár
sigldi hann héðan, en Guðríður kvinna hans var eptir, sem ljóst
er af vitnisburði Ásgríms Snorrasonar, Einars Hallssonar, Steins
Eyjólfssonar og Ólafs Sigtryggssonar, útgefnum þrem árum síðar,
eður 1432 á Hvaleyri í Hafnarfirði fimtudaginnúeptir Pétursmessu
og Páls af þessu innihaldi: Öllum mönnum etc. kunnugt
gjör-andi að þá er liðið var frá hingaðburði vors berra Jesú Kristí
1429 ár á þriðjudaginn eptir2) sancti Laurentii dag í Görðum
á Álptanesi vorum vér þar viðstaddir og heyrðum upp á að Vigfús
Ivarsson hirðstjóri talaði svo til hústrú Guðríðar, konu sinnar:
Guð-ríður mín, sagði Vigfús, það vil eg, að þú gerir vel til Guðtúnar
Sæmundsdóttur, frændkonu minnar, þvi við höfum að halda
Brautarholt, er hún eigur og aðra hennar peninga meiri, en við
höfum henni enga peninga fyrir fengíð. Skuluð þér, Guðriður
mín, Guðrúnu hér fyrir fá fulla og alla peninga, sem henni vel
líkar, einkanlega fyrir Brautarholt og Hof, ef eg kem ei aptur
til íslands, en við höfum þó að halda hennar peninga hálfu
meiri bæði fasta og lausa, því hún hefir þá ekki af mér fengið,
þó Guðrún liafi þá af mér heimt. Hefi eg haft hennar umboð
upp á mart ár; vil eg ekki greina, hversu margir peningarnir
era. Höfum við, Guðríður mín, og haldið annara manna
pen-iRga, en Guðrúnar Sæmundsdóttur þó mesta. Var þetta seinasta
sinn er Vigfús sigldi burt af landinu. Hafði Vigfús og þó fleiri
0rð um við hústrú Guðríði, þótt vér minnumst þau ekki, en
eptir þessum orðum viljum vér sverja, sem fyrirskrifuð standa,
ef þurfa þykir. Og til meiri staðfestu», etc. Hér af sést að hann
hafi þá hiiðstjóri verið og héðan siglt og skilið kvinnu sína
ePtir, sem og að hann hefir átt hér ættfólk og eignir. Ekki
h0fir hann verið hér i landi, þá bréfið var útgefið eður hingað

’) Þetta er féð, sem hann gaf til bænahaltls fyrir sig og sína í
Kantara-borg, einsog fyr segir.

) Mun eiga að vera «fyrir», en ekki >eptir>.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/2/0651.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free