Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
594
hirðstjóra. annáll. 640
komið um fyr skrifuð þrjú ár. Hvað um bann hefir síðan liðið1),
hefi eg ei séð. Hann hefir verið hér hirðstjóri um 8 ár í fyrra
sinni.
BJÖRN EINARSSON JÓRSALAFARI,
umboðsmaður biskups Árna í hirðstjóraembættinu. Hann var
son Einars, sonar Eiriks riddara Sveinbjarnarsonar, sem áður er
nefndur hér að framan, þá talað er um Ketil forláksson.
Svein-björn var norskur maður af stórum ættum. Kvinna Einars var
Grundar-Heiga, er réð fyrir drápi Smiðs hirðstjóra. Björn var
höfðingi mikill og farmaður. Hans hefi eg ei fundið fyr getið
en 1379, þá hann sigldi héðan rneð Oddgeiri biskupi2). Anno
1383 druknaði Einar faðir hans 4. Ca). April. með sínum
fylgj-urum 8).
Anno 1385 (aðrir segja ’84) sigldu þeir Björn, ívar krókur
|>órðarson, Vigfús Flosason og Siguiður hvítkollur. Hröktust
þeir Björn og Sigurður í þeirri ferð með fjórum skipum tii
Grænlands og teptust þar um 2 ár. Grænlendingar fengu Birni
Eiríksfjaiðarsýslu til viðurhalds sér og sínu liði. £>ar fanst og
reiður rekin með skoti Ólafs i Æðey á Isafiiði. Tók Björn til
sín skoimannshlutinn og lagði hann mönnum sínum til
forsorg-unar. Grænlendingar guldu honum slátur i gjaftolla. í þann
tíma vai biskupslaust á Grænlandi, því Álfur biskup dó 1378,
en Hinrik biskup var ei fyr þangað vígður en 1389. Hélt þá
biskupsstólinn gamall prestur, er gjörði biskupsverk, og vígði
presta að sögn. Á þeim tímum voru í austurbygðinni tvö
klaustur, það eina bræðra-, en hitt, systraklaustur4).
’) Vigfús heflr eflaust dáið í þessari ferð, enda hefir hann þá að
lflf-indum verið aldraður maður. Pátl þorvarðsson á Eyðum hafði unJ"
boð Vigfúss, þegar liann var erlendis, sem sjá má á sættabréfi
Árna biskups Ólafssonar 1417 millum þeirra Lopts ríka og Halls
Ólafssoöar (Isl. Dipl. Fasc. VII 18).
2) Utanft-rðar Bjarnar þetta ár er eiriungis getið í Hólaannálum (eldri og
yngri), en er þar ekki sett í samband við utanferð Oddgeirs biskups,
sem þó var sama ár.
3) Einar druknaði á ísafirði, eptirþvi sem nokkrir annálar segja, og með
honum Helgi og Krákur Pálssynir og margir aðrir röskvir menn.
*) Saga þessi um veru Bjarnar Jórsalafara á Grænlandi mun vera tekin
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>