- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Annad Bindi /
641

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

hirðstjóra annáll. 641

Anno 1387 komu þeir Björu og Sigurður hingað aptur af
Grænlandi, en ári síðar ’) sigldi hann, Andrés hirðstjóri og
fyr-nefndur Sigurður. Kom Björn ei hingað aptur fyr enn 1391,
og með honum forsteinn Snorrason, sem þetta ár var vígður í

eptir Grœnlaiidsannál Bjarnar á Skarðsá, sera nú finst í Átnasafni í
Kaupmannaliöln (nr. 768, 4to, 48.-49. bls.; sbr. og Grönlands
his-toriske Mindesn ærker 111 436—38). Björn Jórsalafari hefir skrifað
eða látið skrif’a bók nm ferðir sínar, sem nú er glötnð fyrir löngu,
en Björn áSkarðsá hefir liaft þessa «Reisnbók Bjarnar bónda
Einars-sonar>, sem hann svo kallar, millum handa og tekið úr henni
ýmis-legt, sem snerti Grænland. Sá kafiinn, sem hér að lýtur, er miklu
meira orðum aukinn í Grænlandsannál, en hér, og hljóðar svo:
«þeirGrænlendingar veittu Birni bónda Eiríksfjarðarsýslu, meðan hann
var þar. þá fékk hann um haust.ið i gjaftolla 130 pör sauðarbóga, með
því þeim á að fylgja. það lagðist Birni bónda þarnæst til bjargar
fyrir fólk sitt, að þar kom 6Ú bexta steypireiður með merktu skoti
Ólafs ísfirðings á íslandi, en siðast svo dugði, að hann hjálpaði
tveimur tröllum, ungnm systkinum úr flæðiskeri, þau er honum sóru
trúnaðareiða, og skorti hann ei afia þaðan af, því þau dugðu til als
veiðiskapar, hvað sein harin hafa vildi eða þurfti. það þótti
skess-unni sér mest veitt, þá er húsfrúin Ólöf (r. Solveig) lofaði henni að
hampa og leika sér að sveinbarni þvi, er húsfrúin hafði þá nýalið.
Hún vildi og hafa fald eptir húsfrúnni, en skautaði sér með
hvala-görnum. þau drápu sig sjálf og fleygðu sér i sjó af björgum eptir
skipinu, er þau fengu ekki að sigla með bóndanum Birni, sínum
elsku-húsbónda, til íslands.

þegar Björn Jórsalafari var á Grænlandi, þá var biskupinn í
Görðum í Einarsfirði nýandaður, og hélt þá einn gamall prestur
biskupsstólinn og vigði öllum biskupsvígslum."

Arngrimur lærði mínnist líka á Björn Jórsalafara i íslandssögu
sinni («Speeimen Islandiae historicum et magna ex parte
chorogra-phicum». Amstelodami 1643, 154. bls.) og á veru hans á Grænlandi.
Hann getur þess, að Björn hafi lagt alla stund á, meðan hann var
þar, að kynna sér alt markvert, sem að Grænlandi laut, og hafi
siðan skrifað um það í «Ferðabók sinni» («suum Itinerarinm•), «sem
enn sé til.« þeir Björn á Skarðsá hafa þvi báðir þekt ferðabókina,
eða að minsta kosti útdrátt úr henni í annálum. það er þvi
kyn-legt, að þeir sknlu báöir villast á nafni konu Björns og kalla hana
Ólöfu í staðinn fyrir Solveigu. Ólöf Lopts dóttir rika var kona Björns
rika þorleifssonar, sem kunnugt er.
’) þannig Hólaannáll, en eptir Flateyjarannál, sem hér er elztur, var
þessi utanför Bjarnar 1389, og mun það réttara.

41

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/2/0653.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free