- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Annad Bindi /
643

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

hirðstjóra annáll.

643

breyta, ef honum þóknaðist sjálfum, en ei sínum ættmönnum.
Hann lýsti og í þessu sínu heiti, að ganga til sanctum Jakobum.

I þeirri ferð deyði Vilchiu biskup í Björgvin og gjörði Björn
sem veglegasta hans útför og hann kunni bezt. Úr Noregi fór
Björn 1406 með kvinnu sinni út til Róms, og þaðan í Fenedi,
stigu þau þar á skip og sigldu til Jórsalalands og heimsóttu
Vors Herra gröf. Reistu síðan aptur íFenedi; þar skildist hann
við kvinnu sína, hélt hún til Noregs, en hann til Compostellam
til Stí Jakobs i Spanien; lá hann þar sjúkur hálfan mánuð;
þaðan fór hann um endilangt. Frakkland og Flandur, síðan í
Fngiand til Kantaraborgar og svo heim i Noreg. Úr því hef eg
ei fundið hans viðgetið, fyr en anno 1411, að hann kom út í
ferneyjarsundi; hafði hann um veturinn legið í Hjaltlandi.

Anno 1413 sendi Árni biskup Ólafsson honum sína
full-makt til að hafa hér hirðstjórn yfir landinu, og mun Björn hafa
haft hana til þess Árni biskup kom út hingað 1415. Ekkert
hefi eg fundið nær hann hefir dáið. en ættartöluskrifarar meina
hann hafi verið sá Björn Einarsson, er dó i Hvalfirði, hvers lík
var IJutt til legstaðar í Skálholt.

Kvinna Björns var Solveig f>orsteinsdóttir; hún sigldi 1401
á skipi því er Björn bóndi hennar hafði látið gjöra að helmingi
við Skálholts kirkju. Bjuggu þau í Vatnsfiiði, og eignaði Björn
sér þann stað, jafnvel þótt hann tekinn væri af leikmanna valdí
með dómi -Jóns erkibiskups anno 1273 í Staða-Árna biskups og
aptur í tíð sjálfs Bjarnar með dómi Vinolds erkibiskups 1393;
og svo gjörðu að dæmi Bjarnar niðjar hans eptir hann, þar til
Stephán biskup tók anno 1517 Vatnsfjörð með valdi af Birni
Guðnasyni, bæði eptir þessum dómum, sem og sjálfs haus dómi
samþyktum af Gauta erkibiskupi 1507. Barna Bjarnar og
Sol-veigar er tveggja sérdeilis getið, nefnilega forleifs jungkæra og
áður nefndiar Kiistínar. Kristín var lengi vanheil og lá í rekkju.
Þorleifur bróðir hennar vildi gipta sig norður í Eyjafitði. Um
veturinn hugðist forleifur að ríða noiður og hafði hesta sína í
eldi á Melgiaseyri og Hamri, en ætlaði að fara þangað á skipi
tteð sveinum sínum. Sama dag sem hann skyldi reisa, gekk

’) Svo segir og Jón Espólín (Árb. II 12) og telur dauðaár bjarnar
3 415, en ekki veit eg, hvaðan þetta er tekið, og óliklegt sýnist, að
lík Bjarnar skyldi ekki vera flutt heim til Vatnsfjarðar, úr þvi hann
hafði kosið sér þar legstað og gefið ærið fé til.

42*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/2/0655.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free