Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
594
hirðstjóra. annáll. 644
hann til hvílu systur sinnar að kveðja hana; var hún þá mjög
þunglega haldin. Hann sagði þá til hennar: «Viltu nú trúa
draumum þínum, systir, að þú munir lifa mig?» «Ætlað hefi
eg það, bróðir minn, inn til þessa, en nú má guð ráða, hvort
við sjáumst meir». Hér við varð hann glaður, bauð henni
góðar nætur og gekk til skips með förunauta sína; en þann
sama dag druknaði forleifur og þeir allir. Hinum megin
fjarð-arins bar svo við, að förukona nokkur fór með sjónum frá
Hamri út að Melgraseyri. Hún sá einhverja nýbreytni á steini
eður skeri skamt frá landi, og þagði þar yíir alt til kvelds; þá
kom upp fyrir henni: «Hvað mun skrímslið fagra bafa gert
af sér, sem eg sá á steininum í dag?:’ J>að var fagurrautt
með vænu manns áliti og gullbaug á hverjum fingri. fað benti
með hendinni, en eg skildi ekki, hvað það sagði, fyrir hræðslu
sakir». Sem fólkið þetta heyrði, brá því mjög við, grunaði
um jungkærann, fór til og fann hann dauðan. Var lík hans flutt
í Vatnsfjörð. Bn Kristínu brá svo viö þessar sagnir að hún
reis jafnskjótt úr rekkju, og varð hin nafnfrægasta
höfðings-kvinna og bjó í Vatnsfirði og bygði hann hefðarlega, sem enn
má sjá merki til, hvar af hún fékk auknefnið að kallast
Vatns-fjarðar-Kristín. Frá henni er mikill ættbogi kominn.
ÁRNI BISKUP ÓLAFSSON.
Hann sýnist vera íslenzkur maður, þar skyldmenni hans
voru hér á landi ; hans bróðir séra pórkell Ólafsson var prestur
í Reykholti. Biskup var og skyldur fórunni, konu Ara
Daða-sonar, kölluðum Daða- eða Dalaskalla. Honum seldi biskup
Árni jörðina Snóksdal. Sonur Ara var Daði, en dóttir Ara var
forbjörg, móðir Daða Guðmundssonar í Snóksdal.
Árni biskup var fyrst múnkur eða kanokur. Anno 1403 var
hann í Noregi með Hákoni Sigurðssyni á Gizka, hinum
velborn-asta manni. Hans hústrú var Sigríður dóttir Erlends
Filippus-sonar í Osló, hins merkilegasta manns í Noregi um þá daga. Hann
i’ vildi aldrei riddari verða, þótt kóngur byði honum. |>eir mágar
dóu báðir 1407. Eptir þetta var Árni með Sigríði og fór með
henni til Róms. Var hann þar settur poenitentiarius öllum
nor-rænum mönnum. Eptir það Sigríður giptist í annað sinn anno
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>