- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Annad Bindi /
656

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

654

hirðstjóiía annáll. 656

og Oddur Ásmundsson) heldur sljófir í svoddan efnum. — Ei
hefi eg fundið þessa hirðstjóra getið annarstaðar en í sögðu
bréfi. En hvort ártali þessa bréfs, það fyrgreinda logmenn
áhrærir, komi saman við önnur bréf eður gjörninga, fjölyrði eg
ekki um í þetta sinn.’)

f>ORLEIFUE BJÖRNSSON.

Um porleif Björnsson korua nokkrar fiækjur í veg fyrir mig,
sem eg þykist ei vel geta úr greitt. Eptir dato af fyrskrifuðu
bréfi hinna helztu 24. sýslumanna og lögréttumanna i
norðan-og vestanfjórðungum landsins til kóngsins er ljóst að anno 1480
var Hinrik Daníel hér hirðstjóri, en ekki forleifur Björnsson,
heldur fór hann það sumar2) utan á kóngsfund ; hvorki tilleggja
þeir honum hirðstjóra titil eður nokkra aðra nafnbót, heldur
biðja þeir kónginn að senda sér með f>orleifi Björnssyni sitt
styrk-ingarbréf uppá þetta skrif til hans. Hvert þeir og fengu,
út-gefið á sama ári á jóladaginn í Kaupenhafn, í hverju Kristján
kóngur fyrsti fyrirbauð strengilega útlenzkra vetrarsetu og
kaup-höndlan hér í landi.3)

’) 1 R stendur þessi viðbót með hendi skrifarans sjálfs: «Ei er það
útþrykkilegt í ’oréfinn, að þetta ár sé HinrikDaníel hér höfuðsmaður,
eður að hann þetta sama ár samþykti að útlendir kaupmenn væru
hér ekki um veturinn, heldur mætti ráðast að slík samþykt hafi
skéð fyrri, en lögmenn hafi undan dregið, að fá kóngs samþykt upp
á hana og því hafi þetta ár, 1480, verið ný klögun almúgans yfir
þessari veturietu á alþingi, og sýnist sem þessir 24 menn hafi ei
viljað eiga undir lögmanna framkvæmd i þessu efni.» — Bréfið er
prentað hér að framan á 180.—181. bls. og sýnir ljóslega að Hinrik
Daníel hefir þá verið hirðstjóri. Lögmennirnir, sem þá voru, voru
þeir Hrafn Brandsson og Eyjólfur Einarsson, en ekki þeir, sem hér
er getið uppá. 1481 sigldi þorleifur Björnsson til Noregs og bafði
þá meðferðis ákærur yfir þeim báðum lögmönnunum, hvora annari
þyngri.

Rettara: áriö eptir.

3) Athugasemd utanmáls með rnjög nýlegri hendi: «porleifur
fékk lénsmanns embætti í 3 ár 1481. v. Annal. Thorkell. p.
150.-Til er og bréf á latinu skrifað i Björgvin 12. Sept. 1481. sem þeir
tiorleifur og Ólafur Hólabiskup eru viðriðnir. p>eir biðja þar ásamt
erkibiskupi og öðru ríkieráði um að fá þau réttindi afnumin, sem

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/2/0668.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free