- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Annad Bindi /
676

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

676

HIRÐSTJÓIÍA ANNÁLL. 670

Erlendur lögmaður porvarðsson gjörðu um ólöglega lausamensku.
En ártalið, nær hún var gjörð, hefi eg ei séð, þó eg meini annis
1537, 1538, 1539, á hverjum Páll lögmaður Vídalín, lögvitrasti
og helzti antiqvarius hér á vorum dögum, greinir, að Kláus von
Marvitzen haíi hér hirðstjóri verið, og sambýður því, að hann
hafi hér verið fyrsti befalingsmaður Kristjáns kóngs þriðja, eptir það
hann var kominn til fullkomlegrar kóngsstjórnar yfir Danmeikur
og Noregs ríkjum, sem skéði á liðnu sumri anno 1536.En
Björn á Skarðsá segir að Kláus Von Marvitzen sé hér hirðstjóri
anno 1535; getur þó að engu, af hverjum hann hafi í því
inter-regno 2) hirðstjóri hér sefctur verið, hvort beldur af Kristjáni
kóngi eður þeim norska aðli sunnan fjalls í Noregi, sem á
önd-verðu því sumri gekk Kristjáni kóngi til handa, eður af hans
óvinum. En anno 1536 skrifar Björn, að íslendingar hafi ekki
viljað hafa hann fyrir hirðstjóra vegna ránskapar og manndrápa;
hverju ei vill koma saman við áðurgreindan tíðareikning Páls
lögmanns, og sýnist, þetta heldur heyra til anno 1539. Hafi þá
Diðrilc von Mynden verið settur hingað í hans stað, eptir því
sem Björn heimfærir orð Arilds Hvítfeldar hér til, og að Kláus
hafi þá aptur mist klaustrið, sem honum var veitt anno 1537,
sem liann meinar Helgafells klaustur, því Halldór ábóti þar hafi
dáið á sama ári.3) Að klausturs rentu eður nokkuð af henni
haíi Kláus haft á því ári, læt eg standa við sitt verð, því
kóngs-ins lógetar tóku þá að plokka sér af klaustrunum því sem þeir
náðu, en að Halldór ábóti sé þá dauður, stenzt ekki, því anno
1540 á Jpingvelli Pétursmessu og Páls, á almennilegri
presta-stefnu, er hann fyrstur nefndur með öðrum prelátum og prestum
Skálholts biskupsdæmis, sem samþyktu herra Gizur Einarsson

’) þetta ár var Kláusi veitt hirðstjórn, og er bréfið gefið út í Haderslev
á sjálfan jóladaginn (sbr. Kirkjusögu Finns II 280 athugasemd
f.)-þ. e. millibilsstjórn.

’) 011 þessi saga um Halldór ábóta Tyrfingsson og Helgafells klaustur
er röng hjá Birni á Skarðsá, og eins er með ártölin. Kuglingurinn
mun kominn af því, að eptir að íslendingar höfðu sent kóngi
klög-unarbréf yfir IÍIáusi, fékk hann með einhverju móti kóngsbréf fyrir
að mega taka að sér Viðeyjarklaustnr (1739), en síðan fölsuðu þeir
Diðrik van Mynden ártalið og Iíklega meira. það var í skjóli Kláusar
að Diðrik fór til Viðeyjar og lagði klaustrið undir sig. Sbr.
Kirkju-sögu Finns II 280-83.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/2/0688.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free