- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Annad Bindi /
677

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

677 HIRÐSTJÓIÍA ANNÁLL.

670

íyrir þeirra fullkominn formann og superintendent Skálholts
stiptis, og anno 1542, þann 21. nóvember, skrifaði Kristján
kóngur þriðji honum lifandi (en ekki dauðum), að halda
latínu-skóla á Helgafelli.

Anno 1539, eptir dtáp Diðriks von Mynden og hans
fylgj-ara, var Kláus hér í iandi, og skrifaði kónginum strax um
haustið það Ögmundur biskup hefði skipað að láta drepa hann
og hans fylgdarmenn. Og annað bréf, eins hljóðandi, skrifaði
hann Ara Jónssyni lögmanni. fví skrit’aði Kristján kóngur
hingað um vorið anno 1540, og kendi biskupinum um þessi
manndráp, eptir því sem Kláus hafði honum skrifað.J) En á
alþingi það sumar sór Ögmundur biskup í lögiéttu opinberlega
fyrir öllum þingheiminum þann eið fyrir Ára lögmanni og hans
12 dómsmönnum, að aldrei hefði liann hvorki leynt né Ijóst
látið né ráð til gefið, að slá nokkurn kristinn mann í hel, og
nefnilega Diðrik og hans fylgjara.

Pyrir þennan þunga róg og aðrar aðtektir á móti landsins
lögum, dæmdu þessir dómsmenn með fullu dómsatkvæði Kláus
von Marvitzen ekki myndugan eður fullmektugan til að upp bera
kóngsins skatta og árlega rentu, sem á umliðnu ári gjaldast
áttu, og ekki heldur sýslur að veita; heldur dæmdu þeir Ara
’ögmanni kóngsins skatta og aðra rentu alla af landinu að upp
bera og varðveita til næsta Öxarárþings, og sérhverjum sina
sýslu að heiinila, þeim sem fullar vörzlur hafa; en þær, ’sem
óveittar væri, og nauðsyn til krefði umskipti á að gjöra, dæmdu
Þeii’ í varðveizlu Ara lögmanns, til þess löglegur hirðstjóri kæmi
af kónginum tilsettur.

Hér af er augljóst, að Kláus hefir það ár liaft hér fógeta
eður hirðstjóra embætti, og enginn annar var þá hér í landi af
kónginmn þar til settur; og vissi hann þó af dauða Diðriks von
Mynden. Og hér að auki kallar Kristján kóngur í hans bréfi
ti’ herra Gizurar biskups anno 1541 Kláus von Marvitzen sinn
fógeta. En það Björn innfærir við árið 1539, eptir Arild
Hvít-feld, að kóngurinn hafi látið til Eensborg, þórsdaginn eptir

) Kóngur varð svo reiður við íslendinga út úr drápi Diðriks, að
liann ætlaði að senda her manns til Islands, en Hamborgarar fengu
þó afstýrt því.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/2/0689.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free