- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Annad Bindi /
688

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

654

hirðstjóiía annáll. 688

Anno 1551 var Otti Stígsson sendur hingað í annað sinn
af Kristjáni kóngi þriðja með eitt orlogsskip og 200 striðsmanna,
til að niðursetja þann óróa og yfirgang, sem Jón biskup
Ara-son hafði gjört. Átti hann að friðstilla þann ófrið hér
sunnan-lands, en Kristófer Trundson og Axel Júl fyrir norðan. Kom
Otti með skip sitt suður í Straumi, og með honum séra Gísli
Jónsson í Selárdal, sem hið fyrra árið sigldi héðan undan
of-sókn Jóns biskups. Otti höfuðsmaður stefndi þá til alþingis
öllum fyrirmönnum, andlegum og veraldlegum, sunnanlands, og
tók þar á miðvikudaginn næstan eptir Pétursmessu og Páls
hollustueiða Kristjáni kóngi Friðrikssyni til handa af þeim,
nefnilega Marteini biskupi Einarssyni og prestunum í Skálholts
stipti, Erlendi J>orvarðssyni lögmanni, sýslumönnum og öllum
almúga þar saman komnum, setti eitt og annað til rétta, og
sigldi siðan aptur um sumarið.

Öndverðlega i tíð reformaziunnar var Otti Stigsson sendur
norður i frándheim með nokkur kóngleg erindi; lét hann þá
í Niðarósi bera út á kirkjugarðinn það mikla og merkilega
bibliótek og bókastól, sem frándheims dómkirkju og
capitúl-anum tilheyrði, og brendi það til ösku og þar í bland margar
nytsamiegar og ómissandi bækur, bréf og gjörninga,
lærdómin-um eður lærðum mönnum til stórs skaða. Eins gjörði fórður
Koddi við bréf og bækur capitúlans í Stafangri í þeirri
mein-ingu, að hindra og aftaka pápíska villu, en þó í fávizku og
þekkingarleysi að frá skilja ekki nytsamlegar bækur frá fánýtum
svo sem M(eistari) Pétur Undal í Noregs beskrivelse yfir klagar
pag. 90.

Anno 1525 sendi Söffrin Nortby sinn «lieutenant» 2) Otta

hafa fengiö lijá honum 30 Jóakimsdali fyrir að hafa útvegað
kóngs-bréf, er leyfði prestum kvonfang. þeir Finnur biskup og Jón
Espó-lín (Árb. IV 23) geta þess og, að hann hafi þá haft tvö skip og
tvö hundruð vopnaðra manna, og iátið sverja kóngi hollustueiða í
þremur landsfjórðungum, en hér mun þó iíkloga biandað málum og
þetta eigi að eiga við ferð hans 1551, þó hann hefði ekki þá nema
eitt skip. það sýnist ekki hafa verið nein sérstök ástæða til
að hylla Kristján kóng það ár. — Otti hefir, hvernig sem á öllu
stendur, verið höfuðsmaður i 3 ár eða frá 1544—47. Árið 1551 er
hann í kóngsbréfi kallaður «fógeti» á íslandi, en árið eptir veitir
kónffur Eggert Hannessyni þetta embætti (Hist. Ecc). II 305, 310-11).

’) J). e. kanúkum kirkjunnar.

3) þ. e. tmdirforingja.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/2/0700.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free