- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Annad Bindi /
706

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

706

HtRBSTJÓRA ANNÁLL.

hann fór utan. NB. Vide dóm Árna lögmanns anno 1632 dag
11. maii, um þennan reka.

HINRIK KRAG.

fessi Hinrik Krag kallast útþrykkiiega tvisvar bróðir Páls
Stigssonar hirðstjóra (hvort sem bann var hans albróðir eður
hálfbróðir) i Bessastaðadómi Orms lögmanns Sturlusonar anno
1569, sem síðar getur. Og hið sama kaliar Björn á Skarðsá
hann í sínum annái við árið 1566, og þá hafi hann á alþingi
verið samþyktur til höfuðsmanns eptir bróður sinn.

Á sama sumri hefir hann farið til Danmerkur, því strax
við árið eptir stendur í sama annál: kom Hinrik með
hirð-stjórn — og Friðrik annar, i sínu bréfi útgefnu anno 1567 dag
21. apríl, kallar hann sinn befaiingsmann á íslandi, og býður
honum í sama bréfi að meðtaka þá 500 rd. af Eggerfi
Hannes-syni, og gefa honum og hans erfingjum fuilkomna qvittanziu
þar uppá, fyrir öiiu eptirtali og frekari kröf’u af kónginum og
hans eptirkomendum.

Anno 1568 er hann hér hirðstjóri, því Björn á Skarðsá
segir, að Ormur Sturluson hafi komið út með lögmannsembættið
fyrir norðan og vestan og sett þá alþing með skipan
höfuðs-mannsins, hver ei getur annar verið en Hinrik Krag. En á því
sama sumri eður ári dó hann; var 2 ár höfuðsmaður. Að hann
sé sá Hinrik Krag, sem var sýslumaður í Snæfellsnessýslu á
þeim tímum, og lét ganga tvo dóma á Miðgörðum í
Staðar-sveit (í hverjum hann kaliast ærlegur1) og velbyrðugur, svo sem
aðalsmenn á þeirri tíð), þann fyrra anno 1565 dag 7. mai, um
húsgangsmenn, búðarsetufólk etc., hinn annan 1566 dag 1. nial
(tveimur dögum áður en Páll Stígsson dó), um tíundir, gjaftolia
og Ijóstolla etc., þá lúta þar að þessi rök, að fyrst bann var
bróðir höfuðsmannsins Páls, og hér í landi, þá er líklegt hann
hafi haft hér einhverja kóngsins forléning sér til uppeldis, ogþvi
að eins hafi yfirmenn landsins tekið hann og samþykt til
höfuðs-manns yfir sig, að hann hefir vissulega verið vel þektur og
reyndur að góðri embættisstjórn, viti og framkvæmd. Hér á

’) Erlegur B.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/2/0718.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free