- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Annad Bindi /
739

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

HIRÐSTJÓRA ANNÁLL,

739

sættust þeir Árni lögmaður og Vigfús Gíslason, fyrir
höfuðs-mannsins og annara góðra rnanna (ekki sízt Árna Gíslasonar á
Hólmi) meðalgöngu.

Eptir það reið höfuðsmaðurinn í Skálholt og þaðan norður
í land, hvar fjórðungsþing var haldið; kom þar í tal um konu
Guðmundar Jónssonar (bróður séra Halldórs, sem var á
Ferju-bakka, og Snorra smiðs á Hæringsstöðum í Flóa); varhann
orð-inn opinber að barneign með systur þessarar konu sinnar, duldist
þó fyrir norðan í seljum og við fjallbygðir nokkur ár, svo hann
uáðist ekki; en í miðlertíð átti þessi kona barn með Guðmundi
manni sínum, föllnum í þetta óbótamál. Vildu binir dönsku á
þessu þingi, helzt Jens Söffrinsson fógeti, að hún misti hér fyrir
lífið; en biskupinn herra J>orlákur sýndi með hálærðra doktora
meiningum og öðrum rökum, það hún væri sýkn saka; réðst það
af, að höfuðsmaðurinn veik því til næsta alþingis. faðan reið
hann um haustið suður og sat þann vetur á Bessastöðum eptir
kóngsins boði; hafði mikið mannhald, veitti fátækum miklar
ölmusugjafir.

Benedikt Pálsson bartskeri, út leystur úr Tyrkiríinu með
1000 dölum, kom út með höíuðsmanniuum um sumarið og var
þann vetur á Bessastöðum hjá honum. Um haustið lét hann
smíða sér stórt og vænt timburbús, sem síðan var kölluð Pros
Mundts stofa; forsmiður að henni var þorleifur, sonur séra
Ólafs Halldórssonar á Stað í Steingúmsfirði, bjó í Köldukinn á
Ásum í Húnavatnsþingi.

Anno 1637 auglýsti höfuðsmaðurinn Pros Mundt, meðal
annara kóngl. majestets erinda, kóngsins bréf: 1. um Jón
Guð-EQundsson, auknefndan lærða, að bans mál skyldi á ný hér í
landi rannsakast og dæmast; hvar um höfuðsmaðurinn nefndi í
dóm báða biskupana, herra þoiiák og herra Gisla, og 10 presta,
sem og báða lögmennina og 12’) sýslumenn; dæmdu þeir Jón
nú, sem hinir fyrri í Kálfatjarnardómi 1631, útlægan af öllum
kóngsins ríkjum og löndum fyrir hans meðferð og brúkun á
kukli og meðkenningu, að öðrum slíkt kent hefði. 2. um mál
Sera Guðmundar Jónssonar (hvert kóngurinn haíði ogsvo befalað
aö láta hér betur rannsaka) nefndi höfuðsmaðurinn ogsvo í dóm
báða biskupana með 10 presta og lögmenn báða með 10 sýslu-

’) Á að vera 1 0 ; sbr. Hist. Eccl. III 46.

48*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/2/0751.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free