- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Annad Bindi /
768

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

768

HIRÐSTJÓRA AÍSNÁLL.

liolts dómprestar fyrir þeirra tillögur að innganga forlíkun við
amtmanninn, að óskertri þeirra viiðingu í allan máta; máttu
samt borga bans vesturreisu á Garða prestastefnu, bvar til hann
kostaði þó ei stóru, því sýslumenn og almúginn máttu gjöra
honum frían fararbeina, eins og í kóngsins útréttingum væri;
sefaðist þá nokkuð þessi áhlaupa bilur. Prófastur séra Ásmundur
(hvern amtmaður vildi vitlausan, svo sem fylgjandi sínum drætti)
var dæmdur í nokkra peninga múlkt fyrir hans atgjörðir í
hér-aði. Magnús Hrómundsson mátti af með sýsluna með
fjárút-látum. En séra Jón, fyrir hans óhlýðni og þverúð við yfirvaldið
svo og hans upplesturs-bréf, í hverju hann hafði óskikkanlega
lagt við hégóma guðs háleitu miracula extraordinaria, sneitt
amt-manninn, og náungans yfirsjón spottlega á verra veg fært, etc.,
var dæmdur frá kalli og embætti og til peninga útláta. Svo
í’æðir ill uppátekt illa endalykt af sér. Beið margur saklaus af
því máli erfiði, kostnað, vanda og peninga spilli; og ekki vita menn,
að fleiri af’ kennidóminum i þessu stipti hafi orðið fyrir harðari
árás um næstu 100 ár, þó án allra tilgjörða, heldur en þeirri
orrahríð.

fegar þetta spurðist á æðri staði utanlands, sigldi
amt-maður Miiller héðan anno 1694 með konu sína og börn eptir
alvarlegri tilsögn, fékk og alvarlega aðvörun, að halda sér í
stilli. Sýslumaður Jón Eyjólfsson var þann vetur hér bans
um-boðsmaður.

Anno 1695 kom amtmaður hingað aptur um vorið einmana
af hans fólki, var hann þá og eptir það spakur og óáleitinn við
alla; sigidi héðan aptur um haustið.

Á þessa árs alþingi út gaf hann eptir lögmannanna
undir-réttingu nokkrar nauðsynlegar reglur urn hegðan á aiþingi: 1. að
sýslumenn, lögréttumenn og allir, sem nokkur mál hafa fyrir
lögréttunni að fram bera, séu komnir til alþingis á
Pétursmessu-aptan eptir lögum, og auglýsi þá strax, hver fyrir sínum
lög-manni, honum til umþenkingar, þau mál, sem hann á hendi
hefir, og úr héröðum eru lögð undir lögmanna og lögréttunnar
úrskurð. 2. til lögréttu sé hringt, í fyrsta sinni á miðjum
rnorgni, í annað sinni á dagmálum, og eptir það gjöri enginn
lögmannanna töf eður hindrun; í þriðja sinni sé hringt einni
stundu síðar; gangi lögmenn þá strax til lögréttu, og sitji að
miðmunda og gangi þá til máltíðar. Á nóni sé hringt aptur
einu sinni til lögréttu og sé þá setið fram til kvölds. 3. allir

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/2/0780.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free