- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Annad Bindi /
774

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

774

HIRÐSTJÓRA AÍSNÁLL.

að hundraða, 62 hundruð, kúgildi 45; iiggja þessar jarðir í
Árnes-og Rangárvallasýslum.

Anno 1722 kom hingað fyrir fardaga á Hólmsskipi norsk
stúlka, hét Appollonie Swartzkopf, sem áður hafði ldagað
amtmann Fuhrmann fyrir það hann hef’ði brugðið upp við sig
eiginorði, bæði fyrir consistorio og hæstarétti, og unnið það mál
fyrir báðum réttunum, svo bann var dæmdur skyldugur að ekta
hana og forsorga svo lengi, sem það frestaðist. Nú þó hans
geði væri það þvert á móti, þar hún hafði sótt þetta loforð svo
frekt, að hún stundaði eptir töpun hans æru, samt meinti hún,
að hún mundi geta mýkt bans geðsmuni og fór út hingað; en
lúðurinn vildi ei svo láta, samt veitti hann henni hús og kost á
Besssastöðum, þar til hún dó þar anno 1724, nálægt Jónsmessu,
úr undarlegum sjúkdómi. Tvær mæðgur danskar komu og
hingað, hét móðirin Katrín Hólm, ekkja, en dóttirin jómfrú
Karen Hólm, og voru þær í meiri kærleikum hjá amtmanni, og
haldinn elju-þústur með þeim, helzt móðurinni og jómfrú
Swartzkopf.

Anno 1725 fengu kóngl. skikkun séra forleifur Arason,
prófastur í Bangárþingi, og Hákon Hannesson, sýslumaður í
sömu sýslu, að þeir, svo sem commissarii, skyldu innvirðulega
rannsaka og dæma, hvort Appollonie Swartzkopf hefði verið
forgjört með eitri. En Sigurður Sigurðsson, sýslumaður í
Árnes-þingi, var skikkaður saksóknari í því máli. Hér um var þing
haldið á Köpavogi seint í ágúst, sem stóð um 6 vikur; var
þangað stefnt til vitnisburðar áheyrslu helzt þeim mæðgum
Katrine og Karen Hólm, en til að vitna ekki einasta öllu
beirn-ilisfólkinu á Bessastöðum, heldur og mörgu á Álptanesi og
Sel-tjarnarnesi. pangað var og stefnt Páli Kinch, arbeiðskarli á
Eyrarbakka, en kom ekki; hafði hann ærið fyrir talað við
Appol-loniam Swartzkopf skömmu fyrir sinn dauða, og um
vetur-inn vitnaði með eiði í Kaupenhafn um hennar svigurmæli upp
á þær mæðgur um sinn sjúkdóm. ]?essir commissarii urðu ei
samþykkir; útkljáðist málið ekki til fulls, samt dæmdi séra [-]?or-leifur-] {+]?or-
leifur+} um málið og sérdeilis um Pál Kinch, að hann skyldi
straffast á æru og peningum.

Anno 1726 var skikkað, að Swartzkopfs mál skyldi
grandvarlegar yfirskoðast upp á ný, og biskupinu mag. Jón
Árnason vera þriðji commissarius. Var þá aptur þingað á
Kópa-vogi um sumarið. Varð sú ályktun þeirra, það ekki bevisaðist

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/2/0786.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free