- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Annad Bindi /
776

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

776

HIRÐSTJÓRA AÍSNÁLL.

í Grænland; en amtmanninum, landfógetanum og Sigurði
Sigurðssyni, sýslumanni í Árnesþingi, var skikkað að undirbúa
alt þetta, og fram senda með skipunum um haustið sína
undir-réttingu hér um; þó vildi kóngurinn, að ei skyldi þvinga eður
neyða nokkurn til þeirrar ferðar. Var þá enn aptur um sumarið
þingað í öllum þessum sýslum og þetta auglýst; töldu þá margir
fram vankvæði sín og ýmisleg forföll, sem fúsir og fljótir voru
til þeirrar ferðar hið fyrra sumarið. f>etta sama haust, þannll.
október, burtkallaðist Friðrik kóngur IV., og féll þá niður öll
þessi fyrirtekt.

Anno 1731 kom engin fregn hingað frá Danmörk fyr en
undir sjálft alþing með kaupförunum. Var með þeim hingað
sent kóngs Kristjáns VI. bréf út gefið dag 26. marz, í hverju
befalað var, að amtmaður Níels Fuhrmanu með báðum
biskup-unum skyldu taka trúskapareiða hans kóngl. majestet til handa
af öllum próföstum og prestum hér í landi, á hentugum stað og
tíma; en amtmaður alleina af öllum veraldlegum
embættismönn-um, forléningamönnum og jarðeigendum öllum; voru þessir
arf-byilingareiðar eptir fyrirskrifuðu teknir á fingvelli, þann 13.
september, af öllum andlegum, en þann 14. af veraldlegum.

Anno 1733 eptir páska varð amtmaður Fuhrmann mjög
heilsuveikur, dó kristilega á Bessastöðum, dag 10. júní á
föstu-dag, 48 ára gamall; var heiðarlega jarðaður hjá
böfuðsmann-inum Páli Stígssyni. Skömmu fyrir lians andlát, dag 1. júní,
testamenteraði hann jómfrú Karen Hólm eptir sinn dag alt hans
lausafé, og þar mtð afgiptina af öllu hans fasta gózi um
hennar lífstíð, en eptir hennar dag skyldi það hverfa til hans
réttu eifingja, en hún skyldi halda því við forsvaranlega hefð
og bygging. Hans erfingjar meinast börn hans bróður sál.
lierra Tyge Fuhrmanns. Til þessa góz vildu ná ekki einasta
hér í landi erfingjar Guðmundar sál. forleif’ssonar og Helgu
Eggertsdóttur, heldur og einnig klagaði upp á þess helming
utan-lands Frantz Swartzkopf, bróðir Appollonie Swartzkopf, svo
sem erfingi systur sinnar, og meinti henni til heyrði, eptir
því amtmaðurinn sál. hefði verið dæmdur til að ekta hana; en
hann lapaði því klögumáli bæði fyrir tilskikkuðum commissariis
og hæstarétti. Amtmaður Fuhrmann var með hæri mönnum á
vöxt, fyrirmannlegur, skarpvitur, vel talandi, forfarinn í flestum
lærdómslistum og tungumálum, svo eg efast um, hvort hér hafi
verið lærðari veraldlegur yfirmaður; þar með var hann friðsamur,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/2/0788.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free