- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
63

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

54 SK.ÚLI LANDFÓGETI MAGNÚSSON.

63

fyrir augu manna. Kaupmenn jusu skömmunum yfir valdsmenn
þá, er húsin opnuðu, hétu þeim grimdarreiði sinni og höfðuðu
jafnvel stundum mál mdti þeim fyrir tiltækið. f>að var Skúli
sem mest og bezt talaði kjark í valdsmenn, og sjálfur gekk hann
á undan með góðu eptirdæmi og var forsprakki þess, að
verzlun-arhús öll á Suðurnesjum voru opnuð. f>annig nauðaði hann á
Magnúsi amtmanni Gíslasyni þar til hann skrifaði Guðmundi
sýslumanni Runólfssyni 1756 og skoraði á hann að opna
verzl-unarhúsin í Hafnarfirði. Yar b’kúli þar við staddur og réð eins
og hans var von og vísa einn öllu um útbýting vörunnar og
og sýndi hinn mesta ytirgang. Útbýtti hann þar allmiklu méli
við vægara verði en vant var, og lét úti haldfæri, tóbak og
brenni-vín til hinna og þessara. Sumir guldu í peningum það er þeir
fengu, og stakk Skúli þeim í vasa sinn en skrifaði sig fyrir
vör-unum. Aðra lét hann fá vörurnar til láns. Á sumum
verzlun-arstöðum reyndist mikið af vörunni skemmt, er menn opnuðu
húsin, og dvaldi Skúli eigi lengi, er hann varð þess vís, heldur
gerði upptæka vöruna þar er hann náði til og hvatti aðra
em-bættisbræður sína til hins sama1.

Sumarið 1755 sýndi Skúli í viðureign sinni við
Hafnar-fjarðarkaupmann hinn mesta ofstopa. Ber sú viðureign ásamt
með Grindavíkurmálinu ljósan vott um, hvernig hann tíðast var
í umgengni sinni við kaupmenn. |>egar vorskip var nýkomið til
Hafnarfjarðar það ár, kom Skúli um miðja nótt út á skip og
heimti að skipherranum 50 tunnur af meli, en fékk eigi með
því kaupmaður var eigi innan borðs. Fór hann þá til Iands og
að verzlunarhúsunum og hugðist mundu berja kaupmann upp.
Kom undirkaupmaðurinn til dyra og ítrekaði Skúli beiðni sína
við hann. Hann kvaðzt eigi hafa umboð til að láta af hendi
vörur, er yfirkaupmaður væri nærstaddur. Vildi þá Skúli hafa
tal af honum, en undirkaupmaður kvað hann sofa og vera
las-inn. Landfógeti skeytti því engu, en ruddist inn á hann og
reif haun upp. Svaraði kaupmaður beiðni hans á þá leið, að
hann eigi þyrði að láta úti mélbyrðir sínar til manna úr
öðr-um verzlunarstöðum, að verzlunarfélagið hafi sett sér svo
strangar reglur í þá átt og þar fram eptir götunum. Hrópaði
Skúli þá til kaupmanns: »Til andskotaus bæði með þig og
verzlunarfjelagið fái jeg ekki méliðU og bölvaði nú og ragnaði

1 Sjá Islandsk Journal 1753 No 1840.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0073.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free