- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
64

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

54

SK.ÚLI LANDFÓGETI MAGNÚSSON. 64

svo kaupmanni ofbauð. Yarð sá endir á að bann bræddi út úr
kaupmanni 20 tunnur1. Á nokkuð líkan bátt kom Skúli optar
fram gagnvart kaupmönnum, þótt eigi sýndi hann öllum slíkan
ofstopa.

Frá árinu 1753 fór verzlunin síversnandi, en það var þó
fyrst árið 1756 að verzlunaráþjánin keyrði svo fram úr hófi, að menn
máttu eigi lengur rísa undir því. Er nú eigi nóg með það, að
kaupmenn á einstakar hafnir landsins flytji bæði illa og ónóga
vöru, heldur kemur þetta fyrir á öllum höfnum umhverfis landið,
og úr hverri einustu sýslu drifa að raunapóstarnir hver öðrun
ægilegri. Fólkið hrundi niður unnvörpum af hungri, því
fiski-og gæftaleysi var við sjóinn, eldgos og grasbrestur til sveitiv.
Fólk hné niður af máttieysi á túnunum við vinnu sína eða
vesl-aðist upp inni í tómum kofunum. Fjöldi manna leitaði burt úr
sveitum sínum og hugðist fremur mega bjarga lífi sínu á öðrum
stöðum, en marga þeirra dagaði uppi á göngu sinni yfir íjöll og
heiðar. J>að litið fiutt hafði verið af méli til landsins á þessu
ári (1756) var mestmegnis óætt og úði og grúði af möðkum.
£ó voru menn svo að fram komnir af sulti og vesöld, að þeir
urðu fegnir að leggja sér þetta til munns og þóttust þeir hólpnir,
er í það gátu náð2. Horfði þannig til stórvandræða ef eigi væri
bráðlega að gert. Embættismenn landsins töldu harmatölur
sínar fyrir stjórninni og leiddi það til þess að konungur
misk-unnaði sig yfir landið og sendi upp tvö skip á eigin kostnað
með 2000 tunnur af korni og töluvert af skipsbrauði3, og varð
það mörgum til lífs. f>ó féllu enn margir af sulti og vesöld,
og telst Magnúsi amtmanni Gíslasyni svo til, að alls hafi dáið
úr hungri 1108 manns.

fað liggur í augum uppi, að þetta gat eigi lengur gengið
afskiptalaust frá stjórnarinnar hálfu. Svo framarlega sem þessar
klaganir landsmanna yfir félaginu reyndust sannar, hafði það
gert sig sekt í svo samvizkulausum afbrotum gegn landinu og

1 Sjá lslandsk Journal A No 2537.

J Sjá Islandsk Joumal 1756 No 2462, 2463, 2470, 2524, 2527, 1529—

2531, 2555 og 2572. Með vissu gátu menn sagt, að í Borgar-

fjarðar-, Kjósar- og Gullbringusýslum höfðu yfir 100 manns dáið

úr sulti, í Snæfellsnessýslu 30—40, í Múlasýslu yfir 20, í Húna-

vatnssýslu 88, í Eyjafjarðarsýslu yfir 100 og í Norðursýslu (þing-

eyjarsýslu) um 100.

8 Sjá tilskipun 11. sept. 1756.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0074.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free