- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
65

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

54 SK.ÚLI LANDFÓGETI MAGNÚSSON.

65

sýnt svo mikið kæruleysi og jafnvel fyrirlitningu fyrir ákvæðum
verzlunarskilmálanna, að full ástæða var til að ætla, að ekkert
mætti hlífa því við þungri refsingu. En áður stjdrnin tæki til
harðneskju, þótti henni ráðlegt, að senda félagsstjórunum
klag-anirnar og gefa þeim tækifæri til að verja sig ef þeir mættu.

J>að sem fyrst og fremst vekur eptirtekt og jafnvel undrun
i varnarskjali félagsins er það, að stjórnendurnir byrja skjal sitt
með ásökunum og eigi með vörn. J>eir vilja leitast við að sanna
það, að hungrið og vesöldin með engu móti sé félaginu að kenna,
heldur stafi mestmegnis frá leti og ódugnaði íslendinga sjálfra.
J>eir saka landsmenn um, að þeir eigi geri sér neitt far um að
rækta jörðina og bæta kvikfjárrækt, en þó kveða þeir hitt vera
enn grátlegra að sjá, hversu slælega menn sæki sjóinn og hversu
fiskiveiðar í öllum verstöðum landsins séu illa stundaðar. Segja
þeir í stuttu máli, að alþýða manna heldur vilji liggja heima og
svelta sáran en taka hendi til nokkurs skapaðs hlutar. Meðal
annars færa þeir það máli sínu til sönnunar, að búendur í
Vopna-fjarðarumdæmi hafi sumarið 1755 frá 19. júlí til
septembermán-aðarbyrjunar eigi lagt meiri fisk inn í kaupstaðinn, en sem
svar-aði því, er kanpmaður lét afia á skipsbátnum frá 28. júli til
12. ágúst sama sumar. En svo er bæði um þessar sem aðrar
ákærur kapmanna í þá átt, að þær reyndust tilhæfulausar, er
betur var eptir grafið. Kaupmenn gættu þess eigi, að sumarið
var heyannatíminn og að landsmenn máttu eigi stunda sjó um
það leyti árs, ef skepnur þeirra eigi ættu að hrynja niður að
vetrinum til. Magnús amtmaður Gíslason lét eptir boði
stjórn-arinnar skipun út ganga til allra sýslumanna á iandinu og
skyldu þeir grenslast eptir, hvernig sjór væri sóttur og senda
þingvitni um. Árið 1757 sendi Magnús þau til stjórnarinnar,
og ber þeim öllum saman um, að sjór hafi verið sóttur af miklu
kappi í öllum veiðistöðum landsins1.

Eptir að félagstjórnin hefur tínt til allar mögulegar sakir,
er hún ber á landsmenn, tekur hún loks að reyna að bera af
sér kærur þær, er frá landsmönnum höfðu komið, og freistar
á allar lundir að draga úr áhrifum þeirra og finnur sér
ýmislegt til málsbóta. I einstökum atriðum tekst henni og að
afsaka sig. fannig var matvöruleysið á höfnum fyrir norðan
land með fram því að kenna, að ís lá fyrir landi og bægði tveim

’) Sjá Islandsk Joumal 1757 No. 2757.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0075.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free