- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
66

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

54

SK.ÚLI LANDFÓGETI MAGNÚSSON. 66

skipum frá að leggja að. En flestar eru afsakanir stjórnendanna
litilfjörlegar og sumar jafnvel heimskulegar, eins og t. d. þar
sem þeir slá því við, að ef meira sé flutt af matvöru til
lands-ins, þá leiði það eigi til annars en þess, að ala enn meir upp í
landsmönnum leti og ómennsku! Flestar ákærurnar stóðu þannig
óhaggaðar eptir sem áður.

Stjórninni þótti varnir félagsins engan veginn fullnægjandi
og tók nú til sinna ráða. Voru öll skjöl hér að lútandi fengin
í hendur nefnd þeirri, er skipuð var 30. marz 1756 og áður er
um getið1. Var henni falið á hendur að rannsaka málið og segja
álit sitt um, hvort ætla mætti að félagið hefði fullnægt
verzl-unarskilmálunum og hvað frekar virtist rétt að gera í þessu
máli.

Nefndin áleit, að félagið í ýmsum greinum hefði brotið á
móti verzlunarskilmálunum og bæði flutt illa og ónæga vöru til
landsins. Á árunum 1743, 1746 og 1748—49 hafði það eigi
sent neitt skip til Reykjarfjarðar og 1745 og 46 ekkert skip til
Grindavikur. Eptir ákvæðum verzlunarskilmálanna lá við þessu
400 dala sekt fyrir hverja höfn. Vöru þá, er sýslumenn við hina
árlegu skoðunargerð sína höfðu álitið svikna eða skemmda og því
sett niður verð á, höfðu kaupmenn opt eigi að síður selt við
fullu verði og lá við því allþung sekt eptir
verzlunarskilmálun-um. Skip félagsins höfðu opt og tíðum sökum hirðuleysis
fé-lagsstjórnarinnar eigi lagt á stað frá Kaupmannahöfn fyrri en á
miðju eða að áliðnu sumri og hafði það orðið mörgum að baga.
Járn það, er sent var til landsins 1745 og 1746, hafði reynzt
bráðónýtt og sömuleiðis brýni þau, er send voru upp 1751.
Timbrið hafði nær því árlega reynst ónýtt og varla nýtandi í
árar og orf, hvað þá heldur til annars, og svo var um ýmsa
aðra vöru t. d. öngla og færi, svo menn opt stóðu uppi
ráða-lausir fyrir þá sök. Ekkert þótti þó nefndinni jafn mikilvægt og
tómlæti félagsins í að byrgja landið að matvöru, þótt því væri
fullkunnugt um hallærið og neyð manna. þingvitnin frá 1755
þótti nefndarmönnum stórvægilegt vitni gegn félaginu, þótt
fé-lagsstjórarnir í varnarriti sínu reyndu til að sýna fram á, að ýms
þeirra væru ógild. Álitu nefndarmenn að félagið í þessu efni
ekkert verulegt gæti fært sér til afsökunar. Var það einkum eitt
atriði, er nefndarmenn álitu að framar öllu öðru mundi verða

1 Sjá hér að framan bls. 44.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0076.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free