- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
104

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

104

SK.ÚLI LANDFÓÖETI MAGNÚSSON.

félagar hans höfðu fullan rétt til að koma fram með kröfur í þá
átt. Hvernig svo sem á málið var litið, var sætt æskileg, og
tóku menn loks það ráð að fela fjármálastjórn ríkisins
(Stats-ballanee-Direktionen) málið á hendur til frekari aðgerða.

Fjármálastjórnin fékk til tvo menn, þá justizráð Bang og
Bech ráðherra, að semja við Skúla. Kæddu þeir málið með sér
og þeir Bang og Bech gerðu Skúla ýms tilboð, svo sem t. d. að
telja hluthafendum út 12000 dali í peningum og selja
stofnan-imar af hendi í því ástandi, sem þær voru í, en Skúli vildi eigi
þekkjast boð þeirra. |>egar fjármálastjórnin sá, að eigi vildi
ganga saman með þeim, tók hún það ráð að fela Jóni
Eiríks-syni, er var aldavinur Skúla og mikils metinn af honum,1 á
hendur að miðla málum. Kom Jón Eiríksson loks máli sínu
þannig við Skúla, að hann játti sættum svo framarlega sem
stjórnin vildi fullnægja eptirfylgjandi kröfum:

Hluthafendum skyldi talið út í peningum . . . 7746 rd. 33 sk.
Enn fremur skyldi þeim gefnar upp þessar
skuldir:

a) Eptirstöðvar af brunaskaðagjaldinu frá 1764 226 - 45 -

b) Fyrir litunarefni til verksmiðjanna..... 746 - 76 -

c) Af skuld landl’ógeta til verzlunarfélagsins. . 1627 - »
-Enn fremur skyldi stofnununum gefin upp skuld

sú, er þær stóðu í við konung, þegar þær
1764 voru samoinaðar verzlunarfélaginu;
var skuld þessi upprunalega 3326 rd. 75 sk.,
en var nú með áföllnum rentum orðin . . 4590 - 84
-Upphæð summu þeirrar, er hluthafendum skyldi

goldin til að sleppa öllu tilkalli til stofn- __

ananna var því............... 14937 - 46 -2

f>egar litið er á úrslit málsins, má svo virðast, sem þessir
sáttaskilmálar séu miklu óaðgengilegri en þeir, er Bang og Bech
buðu. Samkvæmt þeim skyldu hluthafendum goldnir 12000 dalir
og þeim skilað aptur stofnunuuum, en nú skyldu þeir láta sér
nægja með tæpa 15000 dali og afsala sér stofnununum að fullu

1 Sjá æfisögu Jóns Eiríkssonar. Kmh. 1828.

’ Sjá Statsballance-Direktionens Handlings, Fiskefangst og Fabrique
Correspondance-Protocoll 1778. Bls. 408—413.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0114.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free