- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
105

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

54 SK.ÚLI LANDFÓGETI MAGNÚSSON.

105

og öllu. Voru þær þannig í raun réttri seldar fyrir 2937 dali.
í>etta virðist í fljótu bragði vera svo fjarri ölluu sanni, sem
frekast má verða, og hljóta því að hafa verið hér önnur og fleiri
ummæli um, er oss eru eigi kunn. J>egar nánar er á málið
litið, virðist þó mega finna nokkur atriði, er mega gera oss þetta
nokkurn veginn skiljanlegt. Var það fyrst, að þótt hluthafendur
á ný fengju stofnanirnar i hendur, mátti tæplega vænta þess, að
þeir hefðu efni eða vilja á að koma þeim aptur í rétt horf, því
flestir þeirra voru búnir að fá nóg af þeim og því stímabraki, er
af þeim leiddi. Hitt var annað, að konungur allt frá byrjun
hafði átt mikinn þátt í að greiða stofnununum veg og hafði lagt
stórfé til þeirra í því skyni, að þær mættu verða landinu til
uppgangs og framfara. Nú komust þær við þessi málaúrslit að
fullu og öllu á vald hans, og enginn hafði til þess mátt á við
hann að koma þeim í það horf, er útheimtist til þess að þær
næðu tilgangi sínum. J>ær voru þannig orðnar að
kon-unglegri framfarastofnun. Enn var það, að Jón Eiríksson
var einu af þeim mönnum, er höfðu á hendi stjórn
verzlunar-innar og stofnananna. Bar hann eins og kunnugt er hinn
hlýj-asta hug til föðurlands síns og var öllu því fastlega meðmæltur,
er hann hugði að mætti verða því til framfara, og tillögur hans
voru mikils metnar bæði af konungi og stjórn. Mátti því óhætt
vænta þess, að hann legði stofnununum allt það lið, er hann
frekast kynni. Er það og eigi ósennilegt, að Jón munnlega hafi
gefið Skúla loforð um, að stjórnin skyldi leggja rækt við
stofn-anirnar og kosta kapps um að efla þær og auka. Sýndi Skúli
þannig enn einu sinni, að það var eigi gróðavonin, er vakti fyrir
honum, heldur heill og hagnaður lands og þjóðar. Voru þetta
hin síðustu afskipti hans af stofnununum, er í nærfellt 30 ár
höfðu legið honum á hjarta fremur öllu öðru og sem hann með
hinni mestu ósérplægni hefði lagt bæði fé og fjör í sölurnar fyrir.

Hinn 29. júní 1778 skrifaði fjármálastjórnin konungi og
til-kynnti honum sáttagerðina. Dróst málið eptir það nokkurn tíma
svo sáttabréfið var eigi undirskrifað af konungi fyrri en 12. maj
17791. Voru þar með öll hin mörgu og miklu málaferli
stofn-ananua til lykta leidd.

1 Sjá Lovsaml. f. Isl. 4. B. bls. 486.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0115.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free