- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
175

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

118 SICÚLI LANDFÓGETI MAGNÚSSON.

175

einkar gnðhræddur. Mörgum kann nú að virðast þetta
ósenni-legt og þykja hitt. líklegra, að guðrækni hans hafi eigi verið
annað en hræsni ein og yfirdrepsskapur, enda má því eigi neita,
að breytni hans var á stundum allt annað en guðræknisleg.
í>etta útilokar þó að minni skoðun alls eigi guðrækni hans,
heldur sýnir það aðeins, að hann var breyzkur maður, og hafa
naargir trúaðir og guðhræddir menu bæði fyrr og síðar verið
með því marki brendir. Eigi ber víst heldur að skilja orð
sam-tíðarmanna hans þannig, að hann hafi svo mjög sýnt af sér
guðrækni í ytri háttsemi eða viljað trana henni fram, heldur
miklu fremur þannig, að hann af eðlisfari hafi hneigstað
trúarefnum, og er svo mörgum háttað, þótt eigi takist þeim
að sýna þess ljós merki með allri breytni sinni. Á efri árum
tók Skúli enn meir að snúa huga sínum í þá átt, en aldrei
tókst honum til fulls að varpa af sér heimsáhyggjunum, til þess
voru allt of mörg bönd, er tengdu hanu við lífið með öllum þess
gauragangi, og það var svo margt í lundarfari hans, sem
stöð-ugt teygði hann til að grípa inn í rás viðburðanna. Á efstu
árum sínum tíðkaði hann stöðugt húslestra og lét syngja
Passíu-sálmana.

Öllum samtíðarmönnum Skúla ber saman um, að hann hafi
verið manna iðjusamastur og hamhleypa hin mesta, og jafnvel
fjandmenn hans láta hann njóta saunmælis í því efni. »Hann
var erviðissamur í mesta lagi, svo hann gat varla iðjulaus
verið«, segir Jón sýslumaður Jakobsson um hann. J>arf varla að
taka þetta fram, því allt líf hans ber það með sér, að þol hans og
eljusemi hefur hlotið að vera framúrskarandi, og þykist jeg eigi
hafa spurnir af neinum Islendingum, er viðlit sé að jafna við
Skúla i þeim efnum, nema ef vera skyldu þeir nafnarnir Jón
Eiríksson og Jón Sigurðsson. Af því, er fyrr í riti þessu hefur
sagt verið um landfógetaembættið, má ráða, að hver meðalmaður
átti þar fullt i fangi með að rækja skyldur sínar, og að Skúli
hafi veitt embættinu duglega forstöðu, að minnsta kosti lengi
vel framan af, er engum efa bundið; víst er um það, að honum
ineð útsjónarsemi og kostgæfni tókst að auka að mun tekjur
konungs aí’ landinu. Fylgdu landfógetaembættinu svo miklar
skriptir, að í skjalasafni stjórnarinnar finnast embættisbréf frá
hans hendi svo hundruðum, ef ekki þúsundum skiptir. Frá því
að iðnaðarstofnanirnar komust á fót og til 1767, að hann gekk
frá stjórn þeirra, evddi hann til þeirra miklum kröptum og mikl-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0185.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free