- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
265

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

UM STURI.UNGU.

265

hátt snertir ættmenn Sturlu, fórð föður hans eða Böðvar bróður
hans. £etta sýnir oss tvent, fyrst það, að Sturlu muni með
rjettu vera eignuð íslendinga saga, og í öðru lagi, að höf.
Ár-óns sögu hafi ekki haft fyrir sjer íslendinga sögu, því að annars
mundi hann eflaust hafa farið eftir henni.

Hins vegar er það ýmislegt, sem bendir til þess, að Áróns
saga sje talsvert yngri enn íslendinga saga, og sýnir þetta, þó að
ekki væri annað, að Sturla hefur ekki getað haft fyrir sjer Áróns
Sögu. Guðbrandur Vigfússon heldur því reyndar fram í formála
fyrir Biskupa sögum, að Áróns saga sje skrifuð eigi síðar onn
um 1270, því að það sje »auðsjeð, að alt sje ritað eftir sögn
manna, sem lifðu samtiða þeim tíðindum, sem gerðust 1222 i
Grímsey og á Valshamri« (1224), og tilfærir hann þessu máli til
stuðnings tvo staði úr sögunni, annan úr 14. k.: »hafa þeir
menn þat sagt, er þar vóru« (að Valshamri),1 enn hinn úr 6. k.,
þar sem segir um Sturlu Sighvatsson, að hann hafi verið »hinn
bráðgörvasti maðr, sem allir hafa eitt um talat, þeir er hann hafa
sét«.’2 Jeg skal ekki hafa það á móti hinum síðara stað, að hann
finst að eins í Eesensbók í þeim kafla, sem eyða er fyrir í
hand-ritum Áróns sögu, því að það eru öll líkindi til, að þetta sje
tekið úr sögu Áróns — að minsta kosti hefur íslendinga saga
ekkert tilsvarandi. Enn samt virðist ályktun sú, sem
Guð-brandur Vigfússon dregur út úr þessum tveim stöðum, vera
nokkuð hæpin. Fyrst og fremst segir höf. sögunnar ekki með
berum orðum, að hann hafi sjdlfur talað við menn, sem verið
höfðu að Valshamri eða höfðu sjeð Sturlu; það er ekkert á móti
þvi, að vitnisburður þeirra manna, sem að Valshamri vóru, eða
þeirra, sem höfðu sjeð Sturlu, hafi farið margra á milli, áður
hann kom til höfundarins, og ef svo væri, gæti sagan verið rituð
mjög löngu eftir viðburðina. Enn setjum nú svo, sem líklegast
er, að orð þessi bendi til þess, að höfundurinn hafi haft sögur
sínar frá manni, sem hafði talað við Valshamarsmenn og sjeð
Sturlu, þá sannar það með engu móti það, að sagan sje samsett
eigi síðar enn 1270. Enginn maður er líklegri til þess að hafa
verið sögumaður höfundarins enn bróðir Áróns, Ólafr
Hjörleifs-son, ábóti að Helgafelli. Hann dó árið 1302,3 og mun þá hafa

1 Bisk. I, 629. bls. Sturl.2 II. 338. bls.

3 Bisk. I, 524. bls. Sturl.3 II, 319. bls.

9 ísl. annílar (G. Storm, 340. bls.).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0275.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free